Innlent

Verkfalli aflýst - nýr samningur í höfn

Höfuðstöðvar Ríkissáttasemjara
Höfuðstöðvar Ríkissáttasemjara
Samninganefnd félagsráðgjafa skrifuðu undir kjarasamning við Reykjavíkurborg í Karphúsinu nú laust fyrir klukkan sex en sáttafundur hófst þar klukkan tvö í dag.

Verkfalli félagsráðgjafa, sem átti að hefjast á morgun, hefur því verið aflýst.

Í samtali við fréttastofu segir formaður Félagsráðgjafafélags Íslands samninginn viðurkenna aukið álag í störfum félagsráðgjafa en annars sé hann gerður á sömu nótum og aðrir kjarasamningar.

Samningurinn verður kynntur félagsráðgjöfum á morgun en kosið verður um hann fyrir 6. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×