Innlent

Segja sig úr óeirðaflokknum

Mynd/Arnþór
Allir níu lögreglumennirnir, sem skipa svonefndan óeirðaflokk lögreglunnar við Eyjafjörð, ákváðu í gærkvöldi að segja sig frá störfum í flokknum, en þeir eru sér þjálfaðir til að takast á við óeirðir.

Fyrr um daginn ákváðu 25 þjálfaðir óeirðalögreglumenn á Suðurnesjum að segja sig frá þeim störfum og skoruðu jafnframt á starfsbræður sína um allt land að gera slíkt hið sama.

Með þesu eru lögreglumen að mótmæla þeirri niðurstöðu Gerðardóms að meta þessi störf ekki að verðleikum við launagreiðslur, en störfin krefjist sér þjálfurnar og atgerfis.-Þá hefur fundur verið boðaður í Landssmbandi lögreglumanna í dag, með fulltrúum lögreglufélaga af öllu landinu þar sem staðan í kjaramálum lögreglumanna og hugsanlegar aðgerðir, verða til umræðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×