Innlent

Árekstur á Miklubraut - grunur um glæfraakstur

Mynd/Valgarður
Árekstur varð á Miklubraut rétt vestan við Ártúnsbrekku í morgun þegar bifreið var ekið af afli aftan á aðra. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir og rannsakar lögregla málið en annar ökumaðurinn er grunaður um glæfraakstur. Einn hlaut minniháttar meiðsl við áreksturinn og var sjúkrabíll kallaður til.

Ekki þurfti þó að flytja manninn á slysadeild. Bíllinn sem ekið var á kastaðist til við höggið og hafnaði á ljósastaur og hinn bíllinn stöðvaðist á girðingu sem skilur að akbrautirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×