Innlent

Borgarísjakinn strandaði undir Stigahlíð

Mynd/Hafþór
Borgarísjakinn, sem hefur verið á reki út af Ísafjarðardjúpi síðustu daga og myndir voru af í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi, er strandaður undir Stigahlíð við sunnanvert Ísafjarðardjúp.

Það er í innan við eins kílómetra fjarlægð frá Bolungarvík og er jakinn í 200 metra fjarlægð frá landi, þar sem hann kenndi grunns. Ekki er enn vitað hvar jakinn , sem verið hefur á Arnarfirði, er nú niður kominn eftir hvassviðri á Vestfjarðamiðum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×