Innlent

Óhapp á Keflavíkurflugvelli olli marga tíma seinkunn

Flugvél Icelandair. Myndin er úr safni.
Flugvél Icelandair. Myndin er úr safni.
Flugvél Icelandair sem átti að fljúga til Glasgow klukkan hálf átta í morgun fór ekki í loftið fyrr en klukkan korter í fjögur í dag vegna óhapps sem varð á Keflavíkurflugvelli í morgun.

Þegar verið var að taka töskufæriband út úr lest vélarinnar fór færibandið utan í vélina og olli lítilsháttar skemmdum.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að vélin hafi í kjölfarið farið inn í flugskýli til viðgerðar en skemmd var á lestarhurðinni. Hún fór svo, eins og fyrr segir, í loftið laust fyrir klukkan fjögur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×