Kind gekk úr Fljótshlíð norður í land 13. september 2011 10:21 Mynd/Elín „Það er svolítið skrýtið að fá hingað kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum," segir Sigurjón Stefánsson, bóndi á Steiná í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu, sem fann kind úr Rangárvallasýslu í Stafnsrétt þegar réttað var þar í 200. sinn síðastliðinn laugardag. „Hún getur hafa komið öðruhvoru megin við Hofsjökul norður á Eyvindarstaðaheiði þaðan sem hún smalaðist. Hún hefur þurft að fara yfir einhverjar jökulár nema hún hafi farið yfir Hofsjökul. það er ómögulegt að segja hvaða leið hún hefur farið." Ljóst er að leiðin sem ærin fór var löng og klaufirnar voru gengnar upp í kviku að sögn Sigurjóns, sem finnst skrýtið að fá norður kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum. „En kannski var hún að flýja sandrok. Hún hefur kannski ekki þekkt landið sitt sem hún var vön að ganga á." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurjón fær kind að sunnan. „Ég hef einu sinni fengið kindur sunnan af Eyrarbakka. Þær voru orðnar klaufalitlar." Eigandi flökkukindarinnar úr Fljótshlíð, Kristinn Hákonarson á Eyvindarmúla, segist hafa látið hana út í maí. „Hún bar í vor og var sleppt upp á heimaland hjá okkur en var lamblaus þegar hún fannst. Þetta var sex ára kind mörkuð mér og það er magnað að hún skuli hafa farið alla þessa leið. Hún er búin að fara yfir margar sauðfjárveikivarnarlínur. Hún er búin að brjóta vel af sér," segir hann um flökkukindina, sem var slátrað í gær. Kristinn kveðst aldrei hafa misst kind á þennan hátt áður. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir samtökin hafa talsverðar áhyggjur af línubrjótum. „Það er ekki svo langt síðan varnarhólfum í sauðfjárrækt var fækkað. Við héldum að gert yrði átak í að lagfæra varnargirðingar en viðhaldi þeirra er sums staðar ábótavant." Matvælastofnun á að sjá um viðhaldið en hefur ekki fengið nægilegt fé til þess. „Þetta er eilíf barátta um fjármagn," segir Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun. Það er mat hans að línubrjótar séu ekki orðnir fleiri en þeir voru. „Það er þó nokkuð um línubrjóta en þeim hefur ekki fjölgað." ibs@frettabladid.is Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira
„Það er svolítið skrýtið að fá hingað kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum," segir Sigurjón Stefánsson, bóndi á Steiná í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu, sem fann kind úr Rangárvallasýslu í Stafnsrétt þegar réttað var þar í 200. sinn síðastliðinn laugardag. „Hún getur hafa komið öðruhvoru megin við Hofsjökul norður á Eyvindarstaðaheiði þaðan sem hún smalaðist. Hún hefur þurft að fara yfir einhverjar jökulár nema hún hafi farið yfir Hofsjökul. það er ómögulegt að segja hvaða leið hún hefur farið." Ljóst er að leiðin sem ærin fór var löng og klaufirnar voru gengnar upp í kviku að sögn Sigurjóns, sem finnst skrýtið að fá norður kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum. „En kannski var hún að flýja sandrok. Hún hefur kannski ekki þekkt landið sitt sem hún var vön að ganga á." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurjón fær kind að sunnan. „Ég hef einu sinni fengið kindur sunnan af Eyrarbakka. Þær voru orðnar klaufalitlar." Eigandi flökkukindarinnar úr Fljótshlíð, Kristinn Hákonarson á Eyvindarmúla, segist hafa látið hana út í maí. „Hún bar í vor og var sleppt upp á heimaland hjá okkur en var lamblaus þegar hún fannst. Þetta var sex ára kind mörkuð mér og það er magnað að hún skuli hafa farið alla þessa leið. Hún er búin að fara yfir margar sauðfjárveikivarnarlínur. Hún er búin að brjóta vel af sér," segir hann um flökkukindina, sem var slátrað í gær. Kristinn kveðst aldrei hafa misst kind á þennan hátt áður. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir samtökin hafa talsverðar áhyggjur af línubrjótum. „Það er ekki svo langt síðan varnarhólfum í sauðfjárrækt var fækkað. Við héldum að gert yrði átak í að lagfæra varnargirðingar en viðhaldi þeirra er sums staðar ábótavant." Matvælastofnun á að sjá um viðhaldið en hefur ekki fengið nægilegt fé til þess. „Þetta er eilíf barátta um fjármagn," segir Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun. Það er mat hans að línubrjótar séu ekki orðnir fleiri en þeir voru. „Það er þó nokkuð um línubrjóta en þeim hefur ekki fjölgað." ibs@frettabladid.is
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira