Kind gekk úr Fljótshlíð norður í land 13. september 2011 10:21 Mynd/Elín „Það er svolítið skrýtið að fá hingað kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum," segir Sigurjón Stefánsson, bóndi á Steiná í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu, sem fann kind úr Rangárvallasýslu í Stafnsrétt þegar réttað var þar í 200. sinn síðastliðinn laugardag. „Hún getur hafa komið öðruhvoru megin við Hofsjökul norður á Eyvindarstaðaheiði þaðan sem hún smalaðist. Hún hefur þurft að fara yfir einhverjar jökulár nema hún hafi farið yfir Hofsjökul. það er ómögulegt að segja hvaða leið hún hefur farið." Ljóst er að leiðin sem ærin fór var löng og klaufirnar voru gengnar upp í kviku að sögn Sigurjóns, sem finnst skrýtið að fá norður kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum. „En kannski var hún að flýja sandrok. Hún hefur kannski ekki þekkt landið sitt sem hún var vön að ganga á." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurjón fær kind að sunnan. „Ég hef einu sinni fengið kindur sunnan af Eyrarbakka. Þær voru orðnar klaufalitlar." Eigandi flökkukindarinnar úr Fljótshlíð, Kristinn Hákonarson á Eyvindarmúla, segist hafa látið hana út í maí. „Hún bar í vor og var sleppt upp á heimaland hjá okkur en var lamblaus þegar hún fannst. Þetta var sex ára kind mörkuð mér og það er magnað að hún skuli hafa farið alla þessa leið. Hún er búin að fara yfir margar sauðfjárveikivarnarlínur. Hún er búin að brjóta vel af sér," segir hann um flökkukindina, sem var slátrað í gær. Kristinn kveðst aldrei hafa misst kind á þennan hátt áður. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir samtökin hafa talsverðar áhyggjur af línubrjótum. „Það er ekki svo langt síðan varnarhólfum í sauðfjárrækt var fækkað. Við héldum að gert yrði átak í að lagfæra varnargirðingar en viðhaldi þeirra er sums staðar ábótavant." Matvælastofnun á að sjá um viðhaldið en hefur ekki fengið nægilegt fé til þess. „Þetta er eilíf barátta um fjármagn," segir Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun. Það er mat hans að línubrjótar séu ekki orðnir fleiri en þeir voru. „Það er þó nokkuð um línubrjóta en þeim hefur ekki fjölgað." ibs@frettabladid.is Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
„Það er svolítið skrýtið að fá hingað kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum," segir Sigurjón Stefánsson, bóndi á Steiná í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu, sem fann kind úr Rangárvallasýslu í Stafnsrétt þegar réttað var þar í 200. sinn síðastliðinn laugardag. „Hún getur hafa komið öðruhvoru megin við Hofsjökul norður á Eyvindarstaðaheiði þaðan sem hún smalaðist. Hún hefur þurft að fara yfir einhverjar jökulár nema hún hafi farið yfir Hofsjökul. það er ómögulegt að segja hvaða leið hún hefur farið." Ljóst er að leiðin sem ærin fór var löng og klaufirnar voru gengnar upp í kviku að sögn Sigurjóns, sem finnst skrýtið að fá norður kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum. „En kannski var hún að flýja sandrok. Hún hefur kannski ekki þekkt landið sitt sem hún var vön að ganga á." Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurjón fær kind að sunnan. „Ég hef einu sinni fengið kindur sunnan af Eyrarbakka. Þær voru orðnar klaufalitlar." Eigandi flökkukindarinnar úr Fljótshlíð, Kristinn Hákonarson á Eyvindarmúla, segist hafa látið hana út í maí. „Hún bar í vor og var sleppt upp á heimaland hjá okkur en var lamblaus þegar hún fannst. Þetta var sex ára kind mörkuð mér og það er magnað að hún skuli hafa farið alla þessa leið. Hún er búin að fara yfir margar sauðfjárveikivarnarlínur. Hún er búin að brjóta vel af sér," segir hann um flökkukindina, sem var slátrað í gær. Kristinn kveðst aldrei hafa misst kind á þennan hátt áður. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir samtökin hafa talsverðar áhyggjur af línubrjótum. „Það er ekki svo langt síðan varnarhólfum í sauðfjárrækt var fækkað. Við héldum að gert yrði átak í að lagfæra varnargirðingar en viðhaldi þeirra er sums staðar ábótavant." Matvælastofnun á að sjá um viðhaldið en hefur ekki fengið nægilegt fé til þess. „Þetta er eilíf barátta um fjármagn," segir Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun. Það er mat hans að línubrjótar séu ekki orðnir fleiri en þeir voru. „Það er þó nokkuð um línubrjóta en þeim hefur ekki fjölgað." ibs@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira