Bóndi ákærður fyrir að veitast að lögreglumanni með naglaspýtu 19. september 2011 14:28 Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Bóndi á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórn þegar hann á að hafa veist að lögregluvarðstjóra sem var að liðsinna fulltrúa sýslumannsins í Reykjavík í apríl á síðasta ári. Fulltrúinn hugðist gera dráttarvél upptæka sem bóndinn, sem er búsettur í Kjósarhreppi, hafði ekki greitt af í nokkurn tíma. Í ákæruskjali er bóndinn sakaður um að hafa nálgast fulltrúann trylltur í framkomu og varnað þeim aðgang að dráttarvélinni. Í bloggi, sem bóndinn hélt úti, skýrði hann út sína hlið á málinu. Þar skrifaði hann: „[...] mótmælti ég gerningnum og neitaði að afhenda vélina og stóð ég í orðaskaki við fulltrúa sýslumanns og bað hann að koma með mér inn í hús og skoða með mér samninginn þar sem ég gat sýnt honum fram á að ég hafði staðgreitt dráttarvélina. En allt kom fyrir ekki og upphófst orðaskak sem leiddi til þess að lögregluþjónn með lágt gáfnafar fór að blanda sér í málin og hótaði hann mér að setja mig í járn ef ég hætti ekki að hindra réttvísina og skipti þá engum togum að hann ræðst á mig og ætlar að járna mig en hafði ekki afl í það. Hann hafði greinilega misreiknað gamla manninn og greinilega gleymt að taka lýsi í gegnum tíðina eins og gamli. Allavega réði hann ekki við mig og varð fljótt undir og æpti heil ósköp og bað um hjálp sem hann og fékk frá vinum sínum frá vörslusviptingu og sýslumanni, einir fjórir þungir kallar, eftir mikil átök tókst þeim að hafa gamla undir og járna hann. Síðan sátu þrír af þeim ofan á mér á meðan beðið var eftir liðsauka frá Reykjavík sem birtust eftir um það bil þrjú korter og þá tveir bílar með tveimur mönnum í hvorum bíl og tveimur mótorhjólum." Bóndinn er meðal annars ákærður fyrir að hafa ógnað varðstjóranum með veiðihnífi og reynt að veitast að honum með naglaspýtu. Auk þess sem hann er sakaður um að hafa hótað honum lífláti. Bóndinn mætti í þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og neitaði alfarið sök. Aðalmeðferð fer fram í málinu í byrjun október. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Bóndi á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórn þegar hann á að hafa veist að lögregluvarðstjóra sem var að liðsinna fulltrúa sýslumannsins í Reykjavík í apríl á síðasta ári. Fulltrúinn hugðist gera dráttarvél upptæka sem bóndinn, sem er búsettur í Kjósarhreppi, hafði ekki greitt af í nokkurn tíma. Í ákæruskjali er bóndinn sakaður um að hafa nálgast fulltrúann trylltur í framkomu og varnað þeim aðgang að dráttarvélinni. Í bloggi, sem bóndinn hélt úti, skýrði hann út sína hlið á málinu. Þar skrifaði hann: „[...] mótmælti ég gerningnum og neitaði að afhenda vélina og stóð ég í orðaskaki við fulltrúa sýslumanns og bað hann að koma með mér inn í hús og skoða með mér samninginn þar sem ég gat sýnt honum fram á að ég hafði staðgreitt dráttarvélina. En allt kom fyrir ekki og upphófst orðaskak sem leiddi til þess að lögregluþjónn með lágt gáfnafar fór að blanda sér í málin og hótaði hann mér að setja mig í járn ef ég hætti ekki að hindra réttvísina og skipti þá engum togum að hann ræðst á mig og ætlar að járna mig en hafði ekki afl í það. Hann hafði greinilega misreiknað gamla manninn og greinilega gleymt að taka lýsi í gegnum tíðina eins og gamli. Allavega réði hann ekki við mig og varð fljótt undir og æpti heil ósköp og bað um hjálp sem hann og fékk frá vinum sínum frá vörslusviptingu og sýslumanni, einir fjórir þungir kallar, eftir mikil átök tókst þeim að hafa gamla undir og járna hann. Síðan sátu þrír af þeim ofan á mér á meðan beðið var eftir liðsauka frá Reykjavík sem birtust eftir um það bil þrjú korter og þá tveir bílar með tveimur mönnum í hvorum bíl og tveimur mótorhjólum." Bóndinn er meðal annars ákærður fyrir að hafa ógnað varðstjóranum með veiðihnífi og reynt að veitast að honum með naglaspýtu. Auk þess sem hann er sakaður um að hafa hótað honum lífláti. Bóndinn mætti í þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og neitaði alfarið sök. Aðalmeðferð fer fram í málinu í byrjun október.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira