Svar Seðlabankans ekki fullnægjandi BBI skrifar 1. september 2011 23:35 Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Hagsmunasamtök heimilanna telja svör Seðlabankans sem hann sendi frá sér á þriðjudaginn ekki fullnægjandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér fyrr í kvöld. Bankinn hafi ekki getað bent á eina skýra lagaheimild fyrir reglum sínum um framkvæmd verðtryggingar. Á miðvikudaginn svaraði bankinn fyrirspurn frá Umboðsmanni Alþingis um hvaða lagastoð reglur bankans um framkvæmd verðtryggingar hefðu. Fyrirspurn umboðsmanns kom í kjölfar kvörtunar Hagsmunasamtaka heimilanna, sem töldu reglurnar ólögmætar. Reglur bankans kveða á um að verðbætur leggist við höfuðstól verðtryggðra lána, en í lögum segir að ,,greiðslur af láninu'' skuli vera verðtryggðar. Skýringar sínar byggði bankinn annars vegar á því að efnislega breytti það engu hvort verðbætur væru lagðar við höfuðstól lánsins eða greiðslurnar verðtryggðar. Þegar upp væri staðið myndi skuldarinn borga það sama. Seðlabankinn tók dæmi máli sínu til stuðnings. Hagsmunasamtök heimilanna gefa ekki mikið fyrir dæminn sem Seðlabankinn notar, segja þau ,,draga upp einfaldaða mynd af ímynduðum raunveruleika''. Auk þess gagnrýna þau að bankinn taki ekki dæmi um jafngreiðslulán, sem séu algengustu lán landsins. Hins vegar rekur Seðlabankinn, í svörum sínum, sögu ákvæða um verðtryggingu í íslenskum rétti og bendir á að frá 1979 hafi tíðkast að leggja verðbætur við höfuðstól lána. Sú framkvæmd sé því í raun venjuhelguð. Hagsmunasamtök heimilanna benda annars vegar á að upplýsingar um hvernig staðið var að málum í fortíðinni feli ekki endilega í sér svar við því hvort framkvæmdin eigi sér lagastoð í dag. Hins vegar þræða samtökin einnig sögu ákvæða um verðtryggingu í íslenskum rétti: Fyrst komu ákvæði um verðtryggingu inn í íslenskan rétt árið 1966. Þá var talað um að ,,greiðslur (…) breytist í hlutfalli við breytingar á vísitölum''. Verðtrygging var skilgreind sem tilvik, þar sem greiðsla eða fullnæging er tengd breytingu á vísitölu. Með Ólafslögunum árið 1979 var enn stuðst við sama orðalag í meginreglunni: ,,að greiðslur, þar með taldir vextir, skuli breytast í hlutfalli við verðvísitölu''. Hins vegar kom einnig fram í bráðabirgðaákvæði í lögunum að ,,höfuðstóll skuldar breytist með verðlagsþróun''. Í núgildandi lögum um vexti og verðtryggingu er aftur stuðst við svipað orðalag og í meginreglu Ólafslaga og talað um ,,að greiðslurnar skuli verðtryggðar''. Hins vegar er þar hvergi minnst á að höfuðstóll skuldar breytist með verðlagsþróun, eins og fram kom í bráðabirgðaákvæði Ólafslaga. ,,Við viljum meina að heimildin í Ólafslögum til að leggja verðbætur við höfuðstól hafi aðeins verið til bráðabirgða,'' segir Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. ,,Hún réttlættist af því einu að á þessum tíma geisaði óðaverðbólga, 40-50%, og nauðsynlegt að vernda sparifé og fjárskuldbindingar. Eftir að verðbólgan hjaðnaði var heimildin tekin úr lögum.'' Samtökin gefa því einnig lítið fyrir söguumfjöllun Seðlabankans. Þau hvetja Umboðsmann Alþingis til að afla frekari upplýsinga um málið. Tengdar fréttir SÍ: Breytir engu fyrir skuldara Seðlabanki Íslands sendi í dag frá sér svör við fyrirspurn Umboðsmanns Alþingis vegna verðtryggingar lána og framkvæmdar hennar. Seðlabankinn segir ekki skipta máli hvort greiðslur af láni eru verðtryggðar eða sjálfur höfuðstóll þess. 30. ágúst 2011 18:20 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Hagsmunasamtök heimilanna telja svör Seðlabankans sem hann sendi frá sér á þriðjudaginn ekki fullnægjandi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér fyrr í kvöld. Bankinn hafi ekki getað bent á eina skýra lagaheimild fyrir reglum sínum um framkvæmd verðtryggingar. Á miðvikudaginn svaraði bankinn fyrirspurn frá Umboðsmanni Alþingis um hvaða lagastoð reglur bankans um framkvæmd verðtryggingar hefðu. Fyrirspurn umboðsmanns kom í kjölfar kvörtunar Hagsmunasamtaka heimilanna, sem töldu reglurnar ólögmætar. Reglur bankans kveða á um að verðbætur leggist við höfuðstól verðtryggðra lána, en í lögum segir að ,,greiðslur af láninu'' skuli vera verðtryggðar. Skýringar sínar byggði bankinn annars vegar á því að efnislega breytti það engu hvort verðbætur væru lagðar við höfuðstól lánsins eða greiðslurnar verðtryggðar. Þegar upp væri staðið myndi skuldarinn borga það sama. Seðlabankinn tók dæmi máli sínu til stuðnings. Hagsmunasamtök heimilanna gefa ekki mikið fyrir dæminn sem Seðlabankinn notar, segja þau ,,draga upp einfaldaða mynd af ímynduðum raunveruleika''. Auk þess gagnrýna þau að bankinn taki ekki dæmi um jafngreiðslulán, sem séu algengustu lán landsins. Hins vegar rekur Seðlabankinn, í svörum sínum, sögu ákvæða um verðtryggingu í íslenskum rétti og bendir á að frá 1979 hafi tíðkast að leggja verðbætur við höfuðstól lána. Sú framkvæmd sé því í raun venjuhelguð. Hagsmunasamtök heimilanna benda annars vegar á að upplýsingar um hvernig staðið var að málum í fortíðinni feli ekki endilega í sér svar við því hvort framkvæmdin eigi sér lagastoð í dag. Hins vegar þræða samtökin einnig sögu ákvæða um verðtryggingu í íslenskum rétti: Fyrst komu ákvæði um verðtryggingu inn í íslenskan rétt árið 1966. Þá var talað um að ,,greiðslur (…) breytist í hlutfalli við breytingar á vísitölum''. Verðtrygging var skilgreind sem tilvik, þar sem greiðsla eða fullnæging er tengd breytingu á vísitölu. Með Ólafslögunum árið 1979 var enn stuðst við sama orðalag í meginreglunni: ,,að greiðslur, þar með taldir vextir, skuli breytast í hlutfalli við verðvísitölu''. Hins vegar kom einnig fram í bráðabirgðaákvæði í lögunum að ,,höfuðstóll skuldar breytist með verðlagsþróun''. Í núgildandi lögum um vexti og verðtryggingu er aftur stuðst við svipað orðalag og í meginreglu Ólafslaga og talað um ,,að greiðslurnar skuli verðtryggðar''. Hins vegar er þar hvergi minnst á að höfuðstóll skuldar breytist með verðlagsþróun, eins og fram kom í bráðabirgðaákvæði Ólafslaga. ,,Við viljum meina að heimildin í Ólafslögum til að leggja verðbætur við höfuðstól hafi aðeins verið til bráðabirgða,'' segir Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. ,,Hún réttlættist af því einu að á þessum tíma geisaði óðaverðbólga, 40-50%, og nauðsynlegt að vernda sparifé og fjárskuldbindingar. Eftir að verðbólgan hjaðnaði var heimildin tekin úr lögum.'' Samtökin gefa því einnig lítið fyrir söguumfjöllun Seðlabankans. Þau hvetja Umboðsmann Alþingis til að afla frekari upplýsinga um málið.
Tengdar fréttir SÍ: Breytir engu fyrir skuldara Seðlabanki Íslands sendi í dag frá sér svör við fyrirspurn Umboðsmanns Alþingis vegna verðtryggingar lána og framkvæmdar hennar. Seðlabankinn segir ekki skipta máli hvort greiðslur af láni eru verðtryggðar eða sjálfur höfuðstóll þess. 30. ágúst 2011 18:20 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
SÍ: Breytir engu fyrir skuldara Seðlabanki Íslands sendi í dag frá sér svör við fyrirspurn Umboðsmanns Alþingis vegna verðtryggingar lána og framkvæmdar hennar. Seðlabankinn segir ekki skipta máli hvort greiðslur af láni eru verðtryggðar eða sjálfur höfuðstóll þess. 30. ágúst 2011 18:20