Grænland og Ísland ræða samstarf vegna olíuleitar 5. september 2011 18:59 Kuupik Kleist mynd úr safni Grænlendingar vonast til að olía geti leitt til sjálfstæðis. Sameiginlegir hagsmunir Íslendinga og Grænlendinga vegna olíuleitar er meðal umræðuefna í þriggja daga opinberri heimsókn Kuupik Kleist, formanns grænlensku landstjórnarinnar, sem hófst í dag. Kuupik Kleist hóf Íslandsheimsóknina á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í morgun og eftir hádegi fundaði hann Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Þingvöllum. Leiðtogi Grænlendinga mun einnig funda með forseta Íslands og fjármálaráðherra. Olíu- og gasfundur við vesturströnd Grænlands í fyrra hefur aukið bjartsýni þessara næstu nágranna Íslendinga um sjálfstæði. Kleist segir rannsóknir benda til þess að hugsanlegt sé að mikið magn olíu og gass muni finnast. Það gæti í sjálfu sér gert Grænland efnahagslega sjálfstætt. Efnahagslegt sjálfstæði sé þó ekki það sama og pólitískt sjálfstæði, til að byrja með, en efnahagsmálin skipti miklu máli ef Grænlendingar vilji öðlast sjálfstæði. Landstjórn Grænlands hefur ákveðið að á næsta ári verði boðin út olíuleit við Austur-Grænland í fyrsta sinn, á sama tíma og Íslendingar opna tilboð í olíuleit á Drekasvæðinu en hafsvæði landanna liggja saman á löngum kafla. Kuupik Kleist segir nauðsynlegt vegna þessa að við löndin hafi sameiginlega stefnu í umhverfismálum vegna olíuvinnslu og það ætli Grænlendingar að ræða um við íslensk stjórnvöld. Hérlendis sjá margir fyrir sér að olíuleit við Austur-Grænland kalli á umsvif á Íslandi. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir Ísland liggja best við allri þjónustustarfsemi þar og lögð hafi verið áhersla á það í samtölum við Grænlendinga að þeir horfi til Íslendinga um þetta og þeir hafi tekið vel undir það. Þetta muni þó ráðast af vilja olíufélaga sem þarna hefji leit en þetta sé framtíðarsýn sem íslensk stjórnvöld vinni að. Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira
Grænlendingar vonast til að olía geti leitt til sjálfstæðis. Sameiginlegir hagsmunir Íslendinga og Grænlendinga vegna olíuleitar er meðal umræðuefna í þriggja daga opinberri heimsókn Kuupik Kleist, formanns grænlensku landstjórnarinnar, sem hófst í dag. Kuupik Kleist hóf Íslandsheimsóknina á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í morgun og eftir hádegi fundaði hann Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Þingvöllum. Leiðtogi Grænlendinga mun einnig funda með forseta Íslands og fjármálaráðherra. Olíu- og gasfundur við vesturströnd Grænlands í fyrra hefur aukið bjartsýni þessara næstu nágranna Íslendinga um sjálfstæði. Kleist segir rannsóknir benda til þess að hugsanlegt sé að mikið magn olíu og gass muni finnast. Það gæti í sjálfu sér gert Grænland efnahagslega sjálfstætt. Efnahagslegt sjálfstæði sé þó ekki það sama og pólitískt sjálfstæði, til að byrja með, en efnahagsmálin skipti miklu máli ef Grænlendingar vilji öðlast sjálfstæði. Landstjórn Grænlands hefur ákveðið að á næsta ári verði boðin út olíuleit við Austur-Grænland í fyrsta sinn, á sama tíma og Íslendingar opna tilboð í olíuleit á Drekasvæðinu en hafsvæði landanna liggja saman á löngum kafla. Kuupik Kleist segir nauðsynlegt vegna þessa að við löndin hafi sameiginlega stefnu í umhverfismálum vegna olíuvinnslu og það ætli Grænlendingar að ræða um við íslensk stjórnvöld. Hérlendis sjá margir fyrir sér að olíuleit við Austur-Grænland kalli á umsvif á Íslandi. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir Ísland liggja best við allri þjónustustarfsemi þar og lögð hafi verið áhersla á það í samtölum við Grænlendinga að þeir horfi til Íslendinga um þetta og þeir hafi tekið vel undir það. Þetta muni þó ráðast af vilja olíufélaga sem þarna hefji leit en þetta sé framtíðarsýn sem íslensk stjórnvöld vinni að.
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Fleiri fréttir Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Sjá meira