Íslenski boltinn

Hannes: Aðalmálið að standa sig vel

Hannes Þór Halldórsson verður í íslenska markinu þegar liðið mætir Kýpur í undankeppni EM 2012 í kvöld. Stefán Logi Magnússon verður í banni í leiknum og þá er Gunnleifur Gunnleifsson frá vegna meiðsla.

„Ég tek þessu tækifæri fagnandi og ég er ákveðinn í því að standa mig vel,“ sagði Hannes en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Hannes hefur verið að banka á landsliðsdyrnar í nokkurn tíma en fær nú að taka þátt í alvöru verkefni.

„Auðvitað hefur maður horft til landsliðsins í einhvern tíma en að undanförnu hef ég ekki verið að hafa miklar áhyggjur af þessu. Kannski hefur það skilað sér í aðeins aflappaðri frammistöðu af minni hálfu.“

„Þegar hingað er komið er ákveðnu markmiði náð. Það er þó ekkert í hendi enn þó svo að ég spili þennan leik. Það skiptir máli að standa sig vel með landsliðinu - ekki bara að komast í það.“

„Ég þarf að nálgast þennan leik eins og alla aðra fótboltaleiki. Auðvitað er meiri pressa á mér í þessum leik en flestum öðrum en þetta er bara fótbolti.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×