Erlent

Pia vill reka innflytjendur á sakaskrá úr landi

Pia Kjærsgaard, formaður Danska þjóðarflokksins, ætlar að krefjast þess að lögum verði breytt á þann hátt að öllum innflytjendum sem gerst hafa brotlegir við dönsk lög verði vísað úr landi. Þetta sagði hún í kjölfar skotárásar á Vesturbrú í morgun þar sem einn lést og tveir særðust.

Flokkur Piu er ekki í ríkisstjórninni en hann ver hana hins vegar falli með hlutleysi sínu. Kjærsgaard segir að danskir dómarar hafi verið allt of linir hingað til við að taka á brotum innflytjenda og segir hún borðleggjandi að grípa til þess að vísa mönnum úr landi. Lögreglan rannsakar enn árásina í morgun og enginn hefur verið handtekinn. Pia segist þó fullviss um að morðinginn sé innflytjandi á sakaskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×