Borgarstjórinn hefur í mörgu að snúast á Menningarnótt 20. ágúst 2011 15:23 Borgarstjóri Reyjavíkur er vel nýttur á Menningarnótt Leikið var á níu hörpur í Hörpunni við setningu Menningarnætur fyrr í dag. Borgarstjórinn Jón Gnarr setti hátíðina á útisviði við tónlistar- og ráðstefnuhúsið, en hann hefur vægast sagt afar þétta dagskrá í dag. Borgarstjóri hóf daginn á því að útnefna Borgartréð 2011, sem er 80 ára gamalt Evrópulerki í Hólavallagarði. Að því búnu gekk hann niður í Lækjargötu þar sem Reykjavíkurmaraþonið stóð sem hæst. Þar ræsti hann þátttakendur í skemmtiskokkinu, þar sem fólk á öllum aldri tók þátt. Hann setti Menningarnótt formlega klukkan 13.00 í dag á útisviði við Hörpuna að viðstöddu fjölmenni. Yfirskrift Menningarnætur að þessu sinni er „Gakktu í bæinn“, en borgarstjórinn sagði það vísa til þeirrar gömlu og góðu íslensku venju að bjóða fólk velkomið. Hann hvatti borgarbúa til að njóta hinnar umfangsmiklu og fjölbreyttu dagskrár sem í boði er á Menningarnótt og ganga vel um miðborgina. Strax að setningu lokinni tók við hljómsveitin Reykjavík Jungle Unit með Gunnlaug Briem trommuleikara í broddi fylkingar en þarnæst sat borgarstjóri tónleika í Hörpu þar sem leikin voru frumsamin íslensk verk á níu hörpur. Í Ráðhúsi Reykjavíkur setti borgarstjórnn svo 25 ára afmælishátíð systurborganna Reykjavíkur og Seattle sem fram fer í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá frá Seattle fram á kvöld. Menningarnótt Reykjavíkur er nú haldin í sextánda sinn og er langfjölmennasta hátíð sem haldin er á landinu. Dagskráin hefur gengið vel það sem af er degi og að sögn lögreglu hefur verið jafn straumur fólks í miðborgina og fer fjölgandi eftir því sem líður á daginn. Boðið verður upp á veglega tónleika bæði á Arnarhóli og á Ingólfstorgi í kvöld, en Menningarnótt lýkur svo með því að ljósin verða kveikt í glerhjúpi Hörpu og í beinu framhaldi af því verður flugeldasýning sem hefst klukkan 23.00. Reykjarvíkurborg hvetur borgarbúa til að skilja bílinn eftir heima, nýta sér ókeypis strætóferðir eða ganga í miðborgina á Menningarnótt. Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Leikið var á níu hörpur í Hörpunni við setningu Menningarnætur fyrr í dag. Borgarstjórinn Jón Gnarr setti hátíðina á útisviði við tónlistar- og ráðstefnuhúsið, en hann hefur vægast sagt afar þétta dagskrá í dag. Borgarstjóri hóf daginn á því að útnefna Borgartréð 2011, sem er 80 ára gamalt Evrópulerki í Hólavallagarði. Að því búnu gekk hann niður í Lækjargötu þar sem Reykjavíkurmaraþonið stóð sem hæst. Þar ræsti hann þátttakendur í skemmtiskokkinu, þar sem fólk á öllum aldri tók þátt. Hann setti Menningarnótt formlega klukkan 13.00 í dag á útisviði við Hörpuna að viðstöddu fjölmenni. Yfirskrift Menningarnætur að þessu sinni er „Gakktu í bæinn“, en borgarstjórinn sagði það vísa til þeirrar gömlu og góðu íslensku venju að bjóða fólk velkomið. Hann hvatti borgarbúa til að njóta hinnar umfangsmiklu og fjölbreyttu dagskrár sem í boði er á Menningarnótt og ganga vel um miðborgina. Strax að setningu lokinni tók við hljómsveitin Reykjavík Jungle Unit með Gunnlaug Briem trommuleikara í broddi fylkingar en þarnæst sat borgarstjóri tónleika í Hörpu þar sem leikin voru frumsamin íslensk verk á níu hörpur. Í Ráðhúsi Reykjavíkur setti borgarstjórnn svo 25 ára afmælishátíð systurborganna Reykjavíkur og Seattle sem fram fer í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá frá Seattle fram á kvöld. Menningarnótt Reykjavíkur er nú haldin í sextánda sinn og er langfjölmennasta hátíð sem haldin er á landinu. Dagskráin hefur gengið vel það sem af er degi og að sögn lögreglu hefur verið jafn straumur fólks í miðborgina og fer fjölgandi eftir því sem líður á daginn. Boðið verður upp á veglega tónleika bæði á Arnarhóli og á Ingólfstorgi í kvöld, en Menningarnótt lýkur svo með því að ljósin verða kveikt í glerhjúpi Hörpu og í beinu framhaldi af því verður flugeldasýning sem hefst klukkan 23.00. Reykjarvíkurborg hvetur borgarbúa til að skilja bílinn eftir heima, nýta sér ókeypis strætóferðir eða ganga í miðborgina á Menningarnótt.
Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira