Innlent

Jóhanna komst ekki í bíó

Jóhanna Sigurðardóttir var boðinu þakklát, en komst ekki á kvikmyndasýninguna.
Jóhanna Sigurðardóttir var boðinu þakklát, en komst ekki á kvikmyndasýninguna.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sá sér ekki fært að mæta á kvikmyndasýningu sem nemendur Kvikmyndaskóla Íslands höfðu boðið henni á í Bíó Paradís klukkan fjögur í dag.

Nemandi í Kvikmyndaskólanum segir þó að Jóhanna hafi hringt og afboðað sig áður en kvikmyndasýningin hófst, auk þess sem hún þakkaði kærlega fyrir boðið, en henni var boðið sem heiðursgesti á sýninguna.

Á sýningunni voru sýndar nokkrar myndir eftir nemendur Kvikmyndaskólans, en þeir buðu Jóhönnu á sýninguna í kjölfar ummæla hennar í hádegisfréttum RÚV í gær, þar sem hún fullvissaði nemendur skólans um að lausn yrði fundin í málinu. Hún tilkynnti að skólanum stæðu til boða aukin fjárframlög, auk þess sem nemendum yrðu tryggð námslán.


Tengdar fréttir

Bjóða Jóhönnu Sigurðardóttur í bíó

Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands hafa boðið Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, þingmönnum, embættismönnum og öðrum landsmönnum í bíó í dag, en Jóhönnu er boðið sem heiðursgesti á sýninguna sem hefst í Bíó Paradís klukkan fjögur síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×