Erlent

Ellefu ára gamall drengur lést í fellibylnum

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Ellefu ára gamall drengur lést í Norður-karólínu skömmu eftir hádegi í dag þegar tré féll á hús hans þegar fellibylurinn Írena fór yfir ríkið. Móðir drengsins var einnig hætt komin en komst þó út úr íbúðinni á heilu og höldnu samkvæmt New York Post.

Fjórir hafa týnt lífinu í fellibylnum sem fer með miklum eyðileggingarkrafti upp austurströnd Bandaríkjanna í áttina að New York.

Vindhraði Írenu er gríðarlega mikill og eyðileggingin virðist vera í samræmi við það. Minnsta kosti 400 þúsund heimili án rafmagns og talið er að skemmdir hlaupi á milljörðum dollara.

Tvær milljónir hafa yfirgefið heimili sín auk þess sem búið er að stöðva allar lestar- og flugsamgöngur. Talið er að fresta þurfi og aflýsa yfir átta þúsund flugum vegna fellibylsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×