Erlent

Tólf látnir - viðamiklar björgunaraðgerðir vegna Írenu

Manhattan þegar stormurinn fór yfir borgina.
Manhattan þegar stormurinn fór yfir borgina. Mynd AP
Slökkviliðsmenn í New York standa í ströngu vegna hitabeltisstormsins Írenu en talsvert hefur dregið úr krafti stormsins. Mikið vatn og sjór hafa flætt yfir götur Manhattan auk Queens hverfisins.

Slökkvliðsmenn höfðu bjargað 61 fullorðnum einstaklingum og þremur börnum úr rúmlega tuttugu húsum vegna flóðanna.

Innanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að það versta sé yfirstaðið en þó er enn lýst yfir neyðarástandi í New York vegna mikilla flóða.

Hátt í tíu þúsund borgarbúar hafa flúið heimili sín og leita skjóls í neyðarskýlum víðsvegar um borgina. Þá er talið að minnsta kosti tólf hafi látist í storminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×