Innlent

ÍLS ætlar að setja fleiri eignir í sölu

Guðbjartur Hannesson.
Guðbjartur Hannesson.
Íbúðalánasjóður hyggst setja fleiri fasteignir á markað til sölu á næstu mánuðum. Velferðarráðherra segir þó að lánshlutfall sjóðsins verði lækkað og eiginfjárkrafan hærri.

Rætt hefur verið um að ung fólk hér á landi hafi átt í erfiðleikum með að kaupa sér fasteign, bankarnir og íbúðalánasjóður eigi stórt eignasafn og vilji síður gengisfella fasteignaverð með því að setja íbúðir í þeirra eigu á markað. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, segir þó að Íbúðalánasjóður hafi í hyggju að setja fleiri eignir inn á fasteignasölur.

„Þeir hafa verið að því raunar og hafa selt tugir íbúða á þessu ári. Þeir munu koma með þessar íbúðir inn á markaði smátt og smátt," segir ráðherrann en bendir á í leiðinni að mikið af þessum eignum séu utan Reykjavíkur þar sem eftirspurnin sé minni.

Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir sjóðinn eiga stóran lager þar sem eignirnar komi hraðar inn en áður. En getur sjóðurinn sett fleiri eignir á sölu?

„Sumar eignir eru ekki seljanlegar eins og þær eru. Þær eru á byggingarstigi. Við erum reyndar að selja einhverjar eignir til verktaka til að klára þær byggingar. Aðrar eru hreinlega þannig að þær þurfa að fara í yfirhalningu.."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×