Innlent

Gæsir á hraðbrautinni

Gæsum hefur fjölgað svo um munar í borginni.
Gæsum hefur fjölgað svo um munar í borginni.
Þegar hausta tekur er ekki óalgengt að borgarbúar keyri fram á dauðar gæsir sem lent hafa undir bíl. Gæsum hefur fjölgað töluvert á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár og ungar gæsir, lítt skólaðar í umferðareglum landsins, eiga það til að villast fram á götu á haustin.

„Þetta er ógeðslegt. Hér er allt ein klessa og slettur um allt.," segir vegfarandi sem keyrði fram á dauða gæs í Ártúnsbrekkunni nú fyrr í dag. Hann veltir því upp hvort ekki megi setja skilti við hraðbrautina sem veki athygli fólks á þessari hættu.

Lögreglan segir eina ráðið við þessu vandamáli að vera vakandi og keyra varlega. Ekki nóg með að þetta sé leiðinlegt heldur valdi þetta einnig miklu tjóni á bílum fólks.

Meindýravarnir Reykjavíkurborgar sjá um að fjarlægja hræin og hreinsa upp eftir slíkar uppákomur. Stundum ber við að fólk hreinsi göturnar sjálft og taki fuglana. Meindýravarnir vilja beina þeim tilmælum til vegfarenda að hringja frekar í þá, þeir mæti á staðinn innan stundar og hreinsi upp. Síminn hjá Meindýravörnum er 4118500.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×