Leikskólakennarar halda tónleika til styrktar sveitarfélögunum Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 19. ágúst 2011 19:00 Mikið þarf til að afstýra verkfalli leikskólakennara næstkomandi mánudag segir formaður þeirra. Félagið stendur fyrir söfnunartónleikum til styrktar sveitarfélögunum í kvöld. Reynt verður til þrautar að finna lausn á deilunni á fundi hjá ríkissáttasemjara á morgun. Fulltrúar leikskólakennara og sambands íslenskra sveitafélaga funduðu í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun en án árangurs. Formaður félags leikskólakennara sagði engar tillögur hafa verið kynntar á fundinum og því engin sátt í sjónmáli. Ríkissáttasemjari sagði fundinn í dag mjög jákvæðan og því hafi verið boðað til annars fundar á morgun, fundað verður á meðan sáttatónn er í samningsaðilum. Hann gat þó ekki sagt til um hvort að tilboð myndi þá liggja fyrir. Í kvöld ætla leikskólakennarar og stuðningsmenn þeirra að standa fyrir styrktartónleikum fyrir sveitafélögin „Við ætlum að leggja okkar af mörkum og safna peningum til þess að sveitafélögin geti greitt leikskólakennurum laun miðað við ábyrgð," segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara. Haraldur segir tónleikagesti eiga von á heljarinnar húllumhæ í kvöld en tónleikarnir hefjast klukkan tíu og meðal tónlistarmanna verða Páll Óskar, Mugison, Dikta, Jón Jónsson og Friðrik Dór svo nokkrir séu nefndir. Haraldur segir stuðning almennings við málstað leikskólakennara hafa verið ómetanlegan til dæmis hafi 93 prósent svarenda í viðhorfskönnun MMR verið fylgjandi því að hækka laun leikskólakennara svo ekki komi til verkfalls. „Það er enginn smá stuðningur og við erum svo þakklát fyrir þennan stuðning, hann skiptir okkur svo miklu máli, bara takk," segir Haraldur að lokum. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Mikið þarf til að afstýra verkfalli leikskólakennara næstkomandi mánudag segir formaður þeirra. Félagið stendur fyrir söfnunartónleikum til styrktar sveitarfélögunum í kvöld. Reynt verður til þrautar að finna lausn á deilunni á fundi hjá ríkissáttasemjara á morgun. Fulltrúar leikskólakennara og sambands íslenskra sveitafélaga funduðu í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun en án árangurs. Formaður félags leikskólakennara sagði engar tillögur hafa verið kynntar á fundinum og því engin sátt í sjónmáli. Ríkissáttasemjari sagði fundinn í dag mjög jákvæðan og því hafi verið boðað til annars fundar á morgun, fundað verður á meðan sáttatónn er í samningsaðilum. Hann gat þó ekki sagt til um hvort að tilboð myndi þá liggja fyrir. Í kvöld ætla leikskólakennarar og stuðningsmenn þeirra að standa fyrir styrktartónleikum fyrir sveitafélögin „Við ætlum að leggja okkar af mörkum og safna peningum til þess að sveitafélögin geti greitt leikskólakennurum laun miðað við ábyrgð," segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara. Haraldur segir tónleikagesti eiga von á heljarinnar húllumhæ í kvöld en tónleikarnir hefjast klukkan tíu og meðal tónlistarmanna verða Páll Óskar, Mugison, Dikta, Jón Jónsson og Friðrik Dór svo nokkrir séu nefndir. Haraldur segir stuðning almennings við málstað leikskólakennara hafa verið ómetanlegan til dæmis hafi 93 prósent svarenda í viðhorfskönnun MMR verið fylgjandi því að hækka laun leikskólakennara svo ekki komi til verkfalls. „Það er enginn smá stuðningur og við erum svo þakklát fyrir þennan stuðning, hann skiptir okkur svo miklu máli, bara takk," segir Haraldur að lokum.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira