Staða Íslands í makríldeilu verr tryggð innan ESB Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. ágúst 2011 19:30 Staða Íslands í makríldeilunni við ESB og Noreg væri mun verri innan ESB heldur en utan, segir sérfræðingur lagastofnunar Háskóla Íslands. Þá segir hann að ef hótanir sjávarútvegsstjóra ESB um innflutningsbann á sjávarafurðum verði að veruleika sé það brot á EES-samningnum. Á undanförnum árum hefur makríllinn í auknum mæli leitað ætis á Íslandsmiðum. Það er talið að 1,1 milljón tonna af makríl hafi verið á Íslandsmiðum sumarið 2010. Íslensk stjórnvöld hafa ekki orðið við kröfum ESB um að draga úr veiðum á makríl og þá hafa þau ekki fallist á ákvarðanir ESB um kvótaúthlutanir á makrílstfonum sem halda sig innan íslenskrar efnahagslögsögu. María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, sagði í síðustu viku að hún vildi að aðildarviðræður Íslands við ESB yrðu frystar og að innflutningsbann yrði sett á íslenskar sjávarútvegsafurðir yrðu Íslendingar ekki við viðvörunum ESB vegna makrílveiða.Valdið til að semja um stjórn stofnana færi til Evrópusambandsins Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og sérfræðingur í sjávarútvegskerfum við Lagastofnun HÍ, segir hæpið að íslenska ríkið gæti leikið einleik í málinu gegn ESB-ríkjunum væri það aðili að ESB. „Ég tel að það væri mun erfiðara af því að um leið og menn ganga inn í hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu þá hefur ESB valdið til þess að semja um deilistofna við önnur ríki. Núna hefur Ísland rétt til að semja, sem fullvalda ríki, en þegar um er að ræða sameiginlega stjórn á deilistofnum þá fer valdið til þess að semja um stjórn þessara stofna til Evrópusambandsins og stofnana þess," segir Helgi Áss. Þannig að réttarstaða okkar væri verr tryggð innan ESB í þessari makríldeilu? „Ég myndi halda það en það fer þó auðvitað eftir þeim aðildarsamningum sem að yrðu á endanum samþykktir hvort að Ísland fengi að halda forræði sínu yfir þessum málaflokki." En hvað með hótanir Damanakis um innflutningstakmarkanir á íslenskum afurðum. Væri það ekki skýlaust brot á EES-samningnum? „Fljótt á litið myndi maður ætla að verulegar líkur væru á að svo væri en um það yrði sjálfsagt deilt fyrir viðeigandi dómstólum." thorbjorn@stod2.is Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Staða Íslands í makríldeilunni við ESB og Noreg væri mun verri innan ESB heldur en utan, segir sérfræðingur lagastofnunar Háskóla Íslands. Þá segir hann að ef hótanir sjávarútvegsstjóra ESB um innflutningsbann á sjávarafurðum verði að veruleika sé það brot á EES-samningnum. Á undanförnum árum hefur makríllinn í auknum mæli leitað ætis á Íslandsmiðum. Það er talið að 1,1 milljón tonna af makríl hafi verið á Íslandsmiðum sumarið 2010. Íslensk stjórnvöld hafa ekki orðið við kröfum ESB um að draga úr veiðum á makríl og þá hafa þau ekki fallist á ákvarðanir ESB um kvótaúthlutanir á makrílstfonum sem halda sig innan íslenskrar efnahagslögsögu. María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, sagði í síðustu viku að hún vildi að aðildarviðræður Íslands við ESB yrðu frystar og að innflutningsbann yrði sett á íslenskar sjávarútvegsafurðir yrðu Íslendingar ekki við viðvörunum ESB vegna makrílveiða.Valdið til að semja um stjórn stofnana færi til Evrópusambandsins Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og sérfræðingur í sjávarútvegskerfum við Lagastofnun HÍ, segir hæpið að íslenska ríkið gæti leikið einleik í málinu gegn ESB-ríkjunum væri það aðili að ESB. „Ég tel að það væri mun erfiðara af því að um leið og menn ganga inn í hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu þá hefur ESB valdið til þess að semja um deilistofna við önnur ríki. Núna hefur Ísland rétt til að semja, sem fullvalda ríki, en þegar um er að ræða sameiginlega stjórn á deilistofnum þá fer valdið til þess að semja um stjórn þessara stofna til Evrópusambandsins og stofnana þess," segir Helgi Áss. Þannig að réttarstaða okkar væri verr tryggð innan ESB í þessari makríldeilu? „Ég myndi halda það en það fer þó auðvitað eftir þeim aðildarsamningum sem að yrðu á endanum samþykktir hvort að Ísland fengi að halda forræði sínu yfir þessum málaflokki." En hvað með hótanir Damanakis um innflutningstakmarkanir á íslenskum afurðum. Væri það ekki skýlaust brot á EES-samningnum? „Fljótt á litið myndi maður ætla að verulegar líkur væru á að svo væri en um það yrði sjálfsagt deilt fyrir viðeigandi dómstólum." thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent