Staða Íslands í makríldeilu verr tryggð innan ESB Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. ágúst 2011 19:30 Staða Íslands í makríldeilunni við ESB og Noreg væri mun verri innan ESB heldur en utan, segir sérfræðingur lagastofnunar Háskóla Íslands. Þá segir hann að ef hótanir sjávarútvegsstjóra ESB um innflutningsbann á sjávarafurðum verði að veruleika sé það brot á EES-samningnum. Á undanförnum árum hefur makríllinn í auknum mæli leitað ætis á Íslandsmiðum. Það er talið að 1,1 milljón tonna af makríl hafi verið á Íslandsmiðum sumarið 2010. Íslensk stjórnvöld hafa ekki orðið við kröfum ESB um að draga úr veiðum á makríl og þá hafa þau ekki fallist á ákvarðanir ESB um kvótaúthlutanir á makrílstfonum sem halda sig innan íslenskrar efnahagslögsögu. María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, sagði í síðustu viku að hún vildi að aðildarviðræður Íslands við ESB yrðu frystar og að innflutningsbann yrði sett á íslenskar sjávarútvegsafurðir yrðu Íslendingar ekki við viðvörunum ESB vegna makrílveiða.Valdið til að semja um stjórn stofnana færi til Evrópusambandsins Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og sérfræðingur í sjávarútvegskerfum við Lagastofnun HÍ, segir hæpið að íslenska ríkið gæti leikið einleik í málinu gegn ESB-ríkjunum væri það aðili að ESB. „Ég tel að það væri mun erfiðara af því að um leið og menn ganga inn í hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu þá hefur ESB valdið til þess að semja um deilistofna við önnur ríki. Núna hefur Ísland rétt til að semja, sem fullvalda ríki, en þegar um er að ræða sameiginlega stjórn á deilistofnum þá fer valdið til þess að semja um stjórn þessara stofna til Evrópusambandsins og stofnana þess," segir Helgi Áss. Þannig að réttarstaða okkar væri verr tryggð innan ESB í þessari makríldeilu? „Ég myndi halda það en það fer þó auðvitað eftir þeim aðildarsamningum sem að yrðu á endanum samþykktir hvort að Ísland fengi að halda forræði sínu yfir þessum málaflokki." En hvað með hótanir Damanakis um innflutningstakmarkanir á íslenskum afurðum. Væri það ekki skýlaust brot á EES-samningnum? „Fljótt á litið myndi maður ætla að verulegar líkur væru á að svo væri en um það yrði sjálfsagt deilt fyrir viðeigandi dómstólum." thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Staða Íslands í makríldeilunni við ESB og Noreg væri mun verri innan ESB heldur en utan, segir sérfræðingur lagastofnunar Háskóla Íslands. Þá segir hann að ef hótanir sjávarútvegsstjóra ESB um innflutningsbann á sjávarafurðum verði að veruleika sé það brot á EES-samningnum. Á undanförnum árum hefur makríllinn í auknum mæli leitað ætis á Íslandsmiðum. Það er talið að 1,1 milljón tonna af makríl hafi verið á Íslandsmiðum sumarið 2010. Íslensk stjórnvöld hafa ekki orðið við kröfum ESB um að draga úr veiðum á makríl og þá hafa þau ekki fallist á ákvarðanir ESB um kvótaúthlutanir á makrílstfonum sem halda sig innan íslenskrar efnahagslögsögu. María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, sagði í síðustu viku að hún vildi að aðildarviðræður Íslands við ESB yrðu frystar og að innflutningsbann yrði sett á íslenskar sjávarútvegsafurðir yrðu Íslendingar ekki við viðvörunum ESB vegna makrílveiða.Valdið til að semja um stjórn stofnana færi til Evrópusambandsins Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og sérfræðingur í sjávarútvegskerfum við Lagastofnun HÍ, segir hæpið að íslenska ríkið gæti leikið einleik í málinu gegn ESB-ríkjunum væri það aðili að ESB. „Ég tel að það væri mun erfiðara af því að um leið og menn ganga inn í hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu þá hefur ESB valdið til þess að semja um deilistofna við önnur ríki. Núna hefur Ísland rétt til að semja, sem fullvalda ríki, en þegar um er að ræða sameiginlega stjórn á deilistofnum þá fer valdið til þess að semja um stjórn þessara stofna til Evrópusambandsins og stofnana þess," segir Helgi Áss. Þannig að réttarstaða okkar væri verr tryggð innan ESB í þessari makríldeilu? „Ég myndi halda það en það fer þó auðvitað eftir þeim aðildarsamningum sem að yrðu á endanum samþykktir hvort að Ísland fengi að halda forræði sínu yfir þessum málaflokki." En hvað með hótanir Damanakis um innflutningstakmarkanir á íslenskum afurðum. Væri það ekki skýlaust brot á EES-samningnum? „Fljótt á litið myndi maður ætla að verulegar líkur væru á að svo væri en um það yrði sjálfsagt deilt fyrir viðeigandi dómstólum." thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent