Bubbi hefur selt fleiri en 320 þúsund plötur 9. ágúst 2011 09:19 „Ég held að það sé hægt að fullyrða að þetta sé einstakur árangur," segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu og stjórnarmaður í félagi hljómplötuframleiðenda. Sólóplötur Bubba Morthens hafa selst í meira en 320 þúsund eintökum frá 17. júní árið 1980 þegar Ísbjarnarblús kom út, samkvæmt upplýsingum frá Senu og útreikningum Fréttablaðsins. Dögun, frá árinu 1987, er mest selda platan, en hún hefur selst í um 26 þúsund eintökum. Fast á hæla hennar fylgir Frelsi til sölu, sem hefur selst í um 22.000 eintökum frá því að hún kom út árið 1986. Árangurinn er sérstaklega skemmtilegur í ljósi þess að Íslendingar eru í dag rétt tæplega 320 þúsund talsins. Tónlistarspekingurinn og blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen efast um að annar eins poppari eigi eftir að stíga fram á sjónarsviðið á Íslandi. „Þetta er ótrúlegt," segir Arnar. „Allar þjóðir virðast eiga sinn Bubba, þar sem allir, háir sem lágir, latte-lepjandi hippsterar sem og harðvinnandi stáliðnaðarmenn, þekkja lögin. Geta sungið með í tugum þeirra. Þessir menn virðast hitta á einhvern þjóðarpúls sem er sameiginlegur öllum. Bubbi er Ísland. Eins og lýsi og lopapeysa." Arnar játar að Bubbi verði í raun eilífur í gegnum tónlist sína, enda eigi hann tugi sígildra laga, sem standast tímans tönn. „Þá nær lag eins og Aldrei fór ég suður langt út fyrir Ísland. Frábær textinn talar alþjóðlegt tungumál, Springsteen hefði ekki getað gert betur," segir hann. Bubbi Morthens var í laxveiði þegar Fréttablaðið náði í hann. Spurður hvort hann hafi búist við að selja 320 þúsund plötur þegar hann sendi frá sér Ísbjarnarblús fyrir 30 árum er svarið einfalt: „Nei, nei, nei. Ég man að ég var rosa impóneraður þegar þúsund eintök voru seld af Ísbjarnarblús. Mér fannst það rosalegt," segir hann. „Þetta er auðvitað árangur sem er með ólíkindum. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er frumsamin tónlist." Plötur Bubba hafa selst misjafnlega vel, en sú nýjasta, Ég trúi á þig, rýkur út og hefur selst í tæplega 4.000 eintökum í dag. Bubbi segist vera langt frá því að vera hættur og telur lykilinn að þessum magnaða árangri vera að hann sé stöðugt á tánum og ögri sjálfum sér. „Hættan í þessu eins og svo mörgu öðru er að finnast þú vera kominn á örugga hillu," segir hann. „Þá er kominn tími til að tala við nána vini og biðja um hjálp." Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Ég held að það sé hægt að fullyrða að þetta sé einstakur árangur," segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu og stjórnarmaður í félagi hljómplötuframleiðenda. Sólóplötur Bubba Morthens hafa selst í meira en 320 þúsund eintökum frá 17. júní árið 1980 þegar Ísbjarnarblús kom út, samkvæmt upplýsingum frá Senu og útreikningum Fréttablaðsins. Dögun, frá árinu 1987, er mest selda platan, en hún hefur selst í um 26 þúsund eintökum. Fast á hæla hennar fylgir Frelsi til sölu, sem hefur selst í um 22.000 eintökum frá því að hún kom út árið 1986. Árangurinn er sérstaklega skemmtilegur í ljósi þess að Íslendingar eru í dag rétt tæplega 320 þúsund talsins. Tónlistarspekingurinn og blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen efast um að annar eins poppari eigi eftir að stíga fram á sjónarsviðið á Íslandi. „Þetta er ótrúlegt," segir Arnar. „Allar þjóðir virðast eiga sinn Bubba, þar sem allir, háir sem lágir, latte-lepjandi hippsterar sem og harðvinnandi stáliðnaðarmenn, þekkja lögin. Geta sungið með í tugum þeirra. Þessir menn virðast hitta á einhvern þjóðarpúls sem er sameiginlegur öllum. Bubbi er Ísland. Eins og lýsi og lopapeysa." Arnar játar að Bubbi verði í raun eilífur í gegnum tónlist sína, enda eigi hann tugi sígildra laga, sem standast tímans tönn. „Þá nær lag eins og Aldrei fór ég suður langt út fyrir Ísland. Frábær textinn talar alþjóðlegt tungumál, Springsteen hefði ekki getað gert betur," segir hann. Bubbi Morthens var í laxveiði þegar Fréttablaðið náði í hann. Spurður hvort hann hafi búist við að selja 320 þúsund plötur þegar hann sendi frá sér Ísbjarnarblús fyrir 30 árum er svarið einfalt: „Nei, nei, nei. Ég man að ég var rosa impóneraður þegar þúsund eintök voru seld af Ísbjarnarblús. Mér fannst það rosalegt," segir hann. „Þetta er auðvitað árangur sem er með ólíkindum. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er frumsamin tónlist." Plötur Bubba hafa selst misjafnlega vel, en sú nýjasta, Ég trúi á þig, rýkur út og hefur selst í tæplega 4.000 eintökum í dag. Bubbi segist vera langt frá því að vera hættur og telur lykilinn að þessum magnaða árangri vera að hann sé stöðugt á tánum og ögri sjálfum sér. „Hættan í þessu eins og svo mörgu öðru er að finnast þú vera kominn á örugga hillu," segir hann. „Þá er kominn tími til að tala við nána vini og biðja um hjálp."
Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira