Bubbi hefur selt fleiri en 320 þúsund plötur 9. ágúst 2011 09:19 „Ég held að það sé hægt að fullyrða að þetta sé einstakur árangur," segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu og stjórnarmaður í félagi hljómplötuframleiðenda. Sólóplötur Bubba Morthens hafa selst í meira en 320 þúsund eintökum frá 17. júní árið 1980 þegar Ísbjarnarblús kom út, samkvæmt upplýsingum frá Senu og útreikningum Fréttablaðsins. Dögun, frá árinu 1987, er mest selda platan, en hún hefur selst í um 26 þúsund eintökum. Fast á hæla hennar fylgir Frelsi til sölu, sem hefur selst í um 22.000 eintökum frá því að hún kom út árið 1986. Árangurinn er sérstaklega skemmtilegur í ljósi þess að Íslendingar eru í dag rétt tæplega 320 þúsund talsins. Tónlistarspekingurinn og blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen efast um að annar eins poppari eigi eftir að stíga fram á sjónarsviðið á Íslandi. „Þetta er ótrúlegt," segir Arnar. „Allar þjóðir virðast eiga sinn Bubba, þar sem allir, háir sem lágir, latte-lepjandi hippsterar sem og harðvinnandi stáliðnaðarmenn, þekkja lögin. Geta sungið með í tugum þeirra. Þessir menn virðast hitta á einhvern þjóðarpúls sem er sameiginlegur öllum. Bubbi er Ísland. Eins og lýsi og lopapeysa." Arnar játar að Bubbi verði í raun eilífur í gegnum tónlist sína, enda eigi hann tugi sígildra laga, sem standast tímans tönn. „Þá nær lag eins og Aldrei fór ég suður langt út fyrir Ísland. Frábær textinn talar alþjóðlegt tungumál, Springsteen hefði ekki getað gert betur," segir hann. Bubbi Morthens var í laxveiði þegar Fréttablaðið náði í hann. Spurður hvort hann hafi búist við að selja 320 þúsund plötur þegar hann sendi frá sér Ísbjarnarblús fyrir 30 árum er svarið einfalt: „Nei, nei, nei. Ég man að ég var rosa impóneraður þegar þúsund eintök voru seld af Ísbjarnarblús. Mér fannst það rosalegt," segir hann. „Þetta er auðvitað árangur sem er með ólíkindum. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er frumsamin tónlist." Plötur Bubba hafa selst misjafnlega vel, en sú nýjasta, Ég trúi á þig, rýkur út og hefur selst í tæplega 4.000 eintökum í dag. Bubbi segist vera langt frá því að vera hættur og telur lykilinn að þessum magnaða árangri vera að hann sé stöðugt á tánum og ögri sjálfum sér. „Hættan í þessu eins og svo mörgu öðru er að finnast þú vera kominn á örugga hillu," segir hann. „Þá er kominn tími til að tala við nána vini og biðja um hjálp." Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
„Ég held að það sé hægt að fullyrða að þetta sé einstakur árangur," segir Eiður Arnarsson, útgáfustjóri Senu og stjórnarmaður í félagi hljómplötuframleiðenda. Sólóplötur Bubba Morthens hafa selst í meira en 320 þúsund eintökum frá 17. júní árið 1980 þegar Ísbjarnarblús kom út, samkvæmt upplýsingum frá Senu og útreikningum Fréttablaðsins. Dögun, frá árinu 1987, er mest selda platan, en hún hefur selst í um 26 þúsund eintökum. Fast á hæla hennar fylgir Frelsi til sölu, sem hefur selst í um 22.000 eintökum frá því að hún kom út árið 1986. Árangurinn er sérstaklega skemmtilegur í ljósi þess að Íslendingar eru í dag rétt tæplega 320 þúsund talsins. Tónlistarspekingurinn og blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen efast um að annar eins poppari eigi eftir að stíga fram á sjónarsviðið á Íslandi. „Þetta er ótrúlegt," segir Arnar. „Allar þjóðir virðast eiga sinn Bubba, þar sem allir, háir sem lágir, latte-lepjandi hippsterar sem og harðvinnandi stáliðnaðarmenn, þekkja lögin. Geta sungið með í tugum þeirra. Þessir menn virðast hitta á einhvern þjóðarpúls sem er sameiginlegur öllum. Bubbi er Ísland. Eins og lýsi og lopapeysa." Arnar játar að Bubbi verði í raun eilífur í gegnum tónlist sína, enda eigi hann tugi sígildra laga, sem standast tímans tönn. „Þá nær lag eins og Aldrei fór ég suður langt út fyrir Ísland. Frábær textinn talar alþjóðlegt tungumál, Springsteen hefði ekki getað gert betur," segir hann. Bubbi Morthens var í laxveiði þegar Fréttablaðið náði í hann. Spurður hvort hann hafi búist við að selja 320 þúsund plötur þegar hann sendi frá sér Ísbjarnarblús fyrir 30 árum er svarið einfalt: „Nei, nei, nei. Ég man að ég var rosa impóneraður þegar þúsund eintök voru seld af Ísbjarnarblús. Mér fannst það rosalegt," segir hann. „Þetta er auðvitað árangur sem er með ólíkindum. Sérstaklega í ljósi þess að þetta er frumsamin tónlist." Plötur Bubba hafa selst misjafnlega vel, en sú nýjasta, Ég trúi á þig, rýkur út og hefur selst í tæplega 4.000 eintökum í dag. Bubbi segist vera langt frá því að vera hættur og telur lykilinn að þessum magnaða árangri vera að hann sé stöðugt á tánum og ögri sjálfum sér. „Hættan í þessu eins og svo mörgu öðru er að finnast þú vera kominn á örugga hillu," segir hann. „Þá er kominn tími til að tala við nána vini og biðja um hjálp."
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira