Erlent

Segir tilkynningu Sameinuðu Þjóðanna um hungursneyð vera áróður

Sheikh Ali Mohamed Rage, talsmaður al-Shabab skæruliðahópsins.
Sheikh Ali Mohamed Rage, talsmaður al-Shabab skæruliðahópsins. Mynd/AP
Sheikh Ali Mohammad Raghe, talsmaður óttaðasta skæruliðahópsins í Sómalíu, segir yfirlýsingu um hungursneyð í Sómalíu sem Sameinuðu Þjóðirnar gáfu út þann 20. júlí síðastliðinn, vera hreinan áróður sem spretti af pólitískum rótum.

Langt þurrkatímabil leiddi til hungursneyðar, að hluta til sökum þess að hvorki stjórnvöld landsins né starfsmenn hjálparsamtaka geta starfað innan svæða í suðurhluta landsins, þar sem þau eru undir stjórn skæruliðahópsins al-Shabab.

Sheikh Ali ítrekaði það seint í gær að hjálparstarfsmenn væru enn bannaðir á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×