Innlent

Hjólreiðavangur opnar í Skálafelli

Frá gerð hjólreiðavangsins á síðasta ári
Frá gerð hjólreiðavangsins á síðasta ári
Skálafell Bike Park verður opnað um helgina en um er að ræða hjólreiðavang að erlendri fyrirmynd, þar sem hægt er að taka hjólið með sér í lyftu upp fjallið og hjóla svo niðu

Það er Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur sem stendur að rekstrinum.Bike Park var opnað seinni part sumars í fyrra og var þá í boði ein braut, alls 2,3 kílómetra löng, með um 220 m fallhæð.  Nú hefur verið bætt við annarri braut með sömu fallhæð en 3 kílómetrar að lengd.  Sú braut hentar öllum, byrjendum sem og lengra komnum.Á neðri hluta svæðisins er einnig boðið upp á Dirt-Jump og BMX stökkpalla. Þá er kominn nýr mótor í lyftuna svo hún er bæði snarpari og öruggari.Til viðbótar stendur til að kortleggja og lagfæra ýmsa slóða sem liggja í átt frá svæðinu, en frá Skálafelli má hæglega hjóla niður í Kollafjörð eftir Esjurótum, yfir í Heiðmörk eftir gamla Kóngsvegi, í Kjós yfir Svínaskarð, á Þingvelli og alla leið yfir á Nesjavelli svo eitthvað sé nefnt.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.