Innlent

Hestamaður slasaðist alvarlega á Ströndum

mynd/stefán
Hestamaður slasaðist alvarlega þegar hestur hans hrasaði undan honum í Bjarnarfirði á Ströndum í gærkvöldi, og maðurinn varð undir honum. Samferðafólk hans hringdi þegar í neyðarlínuna.

Svo vel vildi til að þyrla Landhelgisgæslunnar var við vegaeftirlit á norðanverðu landinu og var hún komin á vettvang eftir skamma stund. Hún lenti svo með hinn slasaða við Borgarspítalann um klukkan níu þar sem maðurinn gekkst undir aðgerð. Hann mun ekki vera í lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×