Erlent

Búa sig undir flóðbylgju brúðkaupa í New York

Gay Pride á Íslandi. Myndin er úr safni.
Gay Pride á Íslandi. Myndin er úr safni.
Embættismenn í New York hófu strax í gær að búa sig undir flóðbylgju af brúðkaupum, en hjónaband samkynhneigðra var lögleitt í ríkinu í gær. Haft er eftir skjalaverði New York borgar að starfsfólk hjúskaparskrifstofunnar þar fari nú í gegnum sérþjálfun svo þau ráði við mikinn fjölda brúðhjóna á skömmum tíma.

Samkvæmt manntali búa um fjörutíu og fimm þúsund homma- og lesbíupör í ríkinu, en búist er við að þúsundir þeirra fái á sig hnapphelduna fyrstu vikurnar eftir að lögin ganga í gildi undir lok næsta mánuðar.

Þó eru ekki allir jafnánægðir með nýju lögin; þekktur trúaröfgahópur sem kennir sig við baptistakirkjuna í Westboro hefur boðað komu sína á gleðigöngu New York borgar sem fram fer í dag, og hyggst áreita samkynhneigða vegna nýju laganna að því er segir á vef Christian Post.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×