Hjónaband samkynhneigðra: Pólitískur frami og trúarlegt áreiti Hafsteinn Hauksson skrifar 26. júní 2011 13:30 Stærsta dragdrottning heims? Embættismenn í New York hófu strax í gær að búa sig undir flóðbylgju af brúðkaupum, en hjónaband samkynhneigðra var lögleitt í ríkinu á föstudag. Ef embættismenn í New York ríki í Bandaríkjunum geta lært eitthvað af hinum fimm ríkjum landsins sem hafa viðurkennt rétt samkynhneigðra til að gifta sig, þá er það að fyrstu dagarnir á sýslumannsskrifstofunni geta orðið brjálaðir. Haft er eftir skjalaverði New York borgar að starfsfólk hjúskaparskrifstofunnar þar fari nú í gegnum sérþjálfun svo þau ráði við mikinn fjölda brúðhjóna á skömmum tíma. Samkvæmt manntali búa um fjörutíu og fimm þúsund homma- og lesbíupör í ríkinu, en búist er við að þúsundir þeirra fái á sig hnapphelduna fyrstu vikurnar eftir að lögin ganga í gildi undir lok næsta mánuðar. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um lagasetninguna, ekki síst því fjórir repúblikanar kusu þvert á flokkslínur og slógust í hóp með 29 demókrötum á löggjafarþingi New York þegar frumvarpið var samþykkt. Haft er eftir einum þeirra, þingmanninum Mark Grisanti, að líklegast hafi hann framið pólitískt sjálfsmorð með að styðja málið, en það reyndist honum afar erfið ákvörðun, jafnvel eftir mikla rannsóknarvinnu sem hann lagðist í. Aðrir spá því þó að þingmennirnir hafi unnið sér inn margfaldan þann stuðning hjá frjálslyndum Bandaríkjamönnum sem þeir töpuðu hjá íhaldssömum. Pólitískir fréttaskýrendur fullyrða til dæmis að ríkisstjórinn Andrew Cuomo, sem lagði málið fram og keyrði það í gegnum ríkisþingið, hafi á einni nóttu stimplað sig inn sem líklegan forsetaframbjóðanda Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2016. Hann hafi skorað stig hjá frjálslyndustu flokksmönnunum, sem jafnan hafa mikil ítök í forkosningum flokksins. Þó eru ekki allir jafnánægðir með nýju lögin. Fulltrúar kaþólikka í ríkinu hafa fordæmt þau líkt og fréttastofa hefur greint frá. Þá bárust í dag fregnir af því að trúaröfgahópur sem kennir sig við baptistakirkjuna í Westboro hafi boðað komu sína á gleðigöngu New York borgar sem fram fer í dag, og hyggst áreita samkynhneigða vegna nýju laganna. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Embættismenn í New York hófu strax í gær að búa sig undir flóðbylgju af brúðkaupum, en hjónaband samkynhneigðra var lögleitt í ríkinu á föstudag. Ef embættismenn í New York ríki í Bandaríkjunum geta lært eitthvað af hinum fimm ríkjum landsins sem hafa viðurkennt rétt samkynhneigðra til að gifta sig, þá er það að fyrstu dagarnir á sýslumannsskrifstofunni geta orðið brjálaðir. Haft er eftir skjalaverði New York borgar að starfsfólk hjúskaparskrifstofunnar þar fari nú í gegnum sérþjálfun svo þau ráði við mikinn fjölda brúðhjóna á skömmum tíma. Samkvæmt manntali búa um fjörutíu og fimm þúsund homma- og lesbíupör í ríkinu, en búist er við að þúsundir þeirra fái á sig hnapphelduna fyrstu vikurnar eftir að lögin ganga í gildi undir lok næsta mánuðar. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um lagasetninguna, ekki síst því fjórir repúblikanar kusu þvert á flokkslínur og slógust í hóp með 29 demókrötum á löggjafarþingi New York þegar frumvarpið var samþykkt. Haft er eftir einum þeirra, þingmanninum Mark Grisanti, að líklegast hafi hann framið pólitískt sjálfsmorð með að styðja málið, en það reyndist honum afar erfið ákvörðun, jafnvel eftir mikla rannsóknarvinnu sem hann lagðist í. Aðrir spá því þó að þingmennirnir hafi unnið sér inn margfaldan þann stuðning hjá frjálslyndum Bandaríkjamönnum sem þeir töpuðu hjá íhaldssömum. Pólitískir fréttaskýrendur fullyrða til dæmis að ríkisstjórinn Andrew Cuomo, sem lagði málið fram og keyrði það í gegnum ríkisþingið, hafi á einni nóttu stimplað sig inn sem líklegan forsetaframbjóðanda Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2016. Hann hafi skorað stig hjá frjálslyndustu flokksmönnunum, sem jafnan hafa mikil ítök í forkosningum flokksins. Þó eru ekki allir jafnánægðir með nýju lögin. Fulltrúar kaþólikka í ríkinu hafa fordæmt þau líkt og fréttastofa hefur greint frá. Þá bárust í dag fregnir af því að trúaröfgahópur sem kennir sig við baptistakirkjuna í Westboro hafi boðað komu sína á gleðigöngu New York borgar sem fram fer í dag, og hyggst áreita samkynhneigða vegna nýju laganna.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira