Erlent

Mætti í stolna jakkanum í réttarsal

Mynd úr safni
Hann var heldur misheppnaður þjófurinn sem mætti fyrir dómara á dögunum fyrir að hafa stolið jakka úr verslun í Cumbria-sýslu á Englandi.

Stephen Kirkbride var ásakaður um að stela íþróttajakka úr íþróttaverslun en jakkinn kostar um 23 þúsund krónur. Hann er í tveimur hlutum - að innan er flísefni og að utan er vatnshelt efni. Lögreglan hafði fundið flís-hlutann af jakkanum heima hjá Stephen.

Þegar Stephen mætti svo fyrir dómara var hann í jakkanum. Það var verslunarstjóri verslunarinnar sem þekkti jakkann í réttarsalnum og benti lögfræðingi verslunarinnar á að hann væri í jakkanum.

Stephen neitaði ásökunum lögfræðings verslunarinnar og sagði að hann hefði aldrei stolið neinum jakka. Jakkann sem hann væri í hefði hann fengið hjá góðgerðarstofnun í bænum og hann hafi verið rifinn þegar hann fékk hann.

Lögfræðingur Stephen sagði að skjólstæðingur sinn myndi aldrei mæta í jakkanum í réttarsalinn ef hann hefði stolið honum en saksóknarinn benti á að skemmdirnir á jakkanum væru að öllum líkindum eftir þjófavörnina sem hafði verið fjarlægð.

Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að hann væri sekur um þjófnaðinn og að málstaður hans væri ótrúverðugur. Hann þarf að borga jakkann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×