Össur: Markríldeilan tengist ekki aðildarviðræðunum Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2011 18:32 Frá aðildarviðræðunum í Brussel Mynd/AFP Stækkunarstjóri Evrópusambandsins telur rétt að nýta góðan anda í aðildarviðræðum Íslands við sambandið til að leysa makríldeiluna við Íslendinga. Utanríkisráðherra segir deiluna ekki tengjast aðildarviðræðunum, en ágætis framvinda eigi sér stað um makríldeiluna á öðrum vettvangi. Góður andi ríkti á fyrsta degi formlegra aðildarviðræðna Íslendinga og Evrópusambandsins á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Leiðtogar sambandsins fögnuðu þeirri yfirlýsingu utanríkisráðherra að hann vildi á næstu mánuðum hefja viðræður á öllum sviðum mögulegs aðildarsamnings og byrja sem fyrst að ræða erfiðu málin, landbúnað og sjávarútveg. En Íslendingar hafa einnig átt í erfiðri deilu við Evrópusambandið undanfarin ár um veiðar á makríl, en ekkert samkomulag er um útdeilingu kvóta á þeim fiski og hafa Íslendingar tekið sér einhliða kvóta. Hagsmunasamtök sjómanna á Írlandi og í Skotlandi hafa þrýst á Evrópusambandið að slíta jafnvel aðildarviðræðunum við Ísland vegna málsins.Væri það ekki í anda þessarar jákvæðni og þessarar vináttu sem er greinilega á milli ykkar þriggja að minnsta kosti að leysa makríldeilu Íslendinga og Evrópusambandsins og sýna góðan anda og taka hana út af borðinu? Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði makríldeiluna ekki tengda aðildarviðræðunum. „Þetta er hefðbundin deila um fiskveiðar sem Íslendingar eru alvanir að fást við og ég tel að það hafi verið jákvæð þróun í henni," sagði Össur. Stækkunarstjóri ESB tók undir þetta með Össuri en bætti svo við: „Í öðru lagi er ég líka sammála því að það væri mikilvægt að sá skriður sem við höfum náð í dag með því að opna fjóra kafla og loka tveimur köflum haldi áfram. Þetta er jákvæður skriður sem endurspeglast líka í þessum viðræðum og sem Evrópusambandið og aðrir aðilar deilunnar myndu líka hafa hag af," segir Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Stækkunarstjóri Evrópusambandsins telur rétt að nýta góðan anda í aðildarviðræðum Íslands við sambandið til að leysa makríldeiluna við Íslendinga. Utanríkisráðherra segir deiluna ekki tengjast aðildarviðræðunum, en ágætis framvinda eigi sér stað um makríldeiluna á öðrum vettvangi. Góður andi ríkti á fyrsta degi formlegra aðildarviðræðna Íslendinga og Evrópusambandsins á ríkjaráðstefnu í Brussel í gær. Leiðtogar sambandsins fögnuðu þeirri yfirlýsingu utanríkisráðherra að hann vildi á næstu mánuðum hefja viðræður á öllum sviðum mögulegs aðildarsamnings og byrja sem fyrst að ræða erfiðu málin, landbúnað og sjávarútveg. En Íslendingar hafa einnig átt í erfiðri deilu við Evrópusambandið undanfarin ár um veiðar á makríl, en ekkert samkomulag er um útdeilingu kvóta á þeim fiski og hafa Íslendingar tekið sér einhliða kvóta. Hagsmunasamtök sjómanna á Írlandi og í Skotlandi hafa þrýst á Evrópusambandið að slíta jafnvel aðildarviðræðunum við Ísland vegna málsins.Væri það ekki í anda þessarar jákvæðni og þessarar vináttu sem er greinilega á milli ykkar þriggja að minnsta kosti að leysa makríldeilu Íslendinga og Evrópusambandsins og sýna góðan anda og taka hana út af borðinu? Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði makríldeiluna ekki tengda aðildarviðræðunum. „Þetta er hefðbundin deila um fiskveiðar sem Íslendingar eru alvanir að fást við og ég tel að það hafi verið jákvæð þróun í henni," sagði Össur. Stækkunarstjóri ESB tók undir þetta með Össuri en bætti svo við: „Í öðru lagi er ég líka sammála því að það væri mikilvægt að sá skriður sem við höfum náð í dag með því að opna fjóra kafla og loka tveimur köflum haldi áfram. Þetta er jákvæður skriður sem endurspeglast líka í þessum viðræðum og sem Evrópusambandið og aðrir aðilar deilunnar myndu líka hafa hag af," segir Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira