Finnur Ingólfs: Þetta er enginn spuni! Erla Hlynsdóttir skrifar 29. júní 2011 09:38 Spuni er korgjarpur glæsigripur sem á framtíðina fyrir sér Mynd Óðinn Örn / Eiðfaxi Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og Seðlabankastjóri, er stoltur eigandi hæst dæmda stóðhests í heimi, Spuna frá Vesturkoti. Hesturinn keppir á Landsmóti hestamanna sem nú stendur yfir á Vindheimamelum. Spuni fékk 10 í einkunn fyrir skeið í forskoðun 5 vetra stóðhesta og er aðaleinkunn hans eftir skoðunina 8,87 sem er heimsmet. Finnur er að vonum ánægður með þennan frábæra árangur. „Þetta er enginn spuni," segir hann glaðbeittur í morgunsárið. Heldur stutt er síðan Finnur byrjaði í hestamennskunni, um 2005, og hefur gengið vonum framar. Hann er nú, ásamt fjölskyldu sinni, kominn með eigin ræktun. „Þetta er fyrsti hesturinn okkar," segir Finnur um Spuna sem er enn ungur að árum. „Hann er bara krakki," tekur Finnur til orða en þar sem hesturinn er aðeins 5 vetra á hann sannarlega framtíðina fyrir sér.Spuni í eigu Finns vekur verðskuldaða athygli á LandsmótinuMynd úr safniSpurður hvort hann hafi átt von á slíkum gæðingi í upphafi ræktunar segir Finnur: „Það er aldrei hægt að segja til um það. Enda vorum við kannski ekkert að velta því fyrir okkur. Við vorum bara að hugsa um að rækta góðan hest," segir hann. Það er óhætt að fullyrða að virði Spuna hafi margfaldast yfir nóttu með þessum glæsilegu dómum, en þetta er fyrsta keppnin sem hann tekur þátt í. Finnur veltir slíku þó lítið fyrir sér. „Ég hef ekki hugmynd um það. Enda skiptir það mig engu máli. Þú metur ekki virði barnanna þinna," segir hann. Nafnið Spuni er heldur óhefðbundið. Spurður hvort hann hafi nefnd hestinn sjálfur segir Finnur að fjölskyldan hafi gert það saman. „Þó minnir mig að dóttir mín hafi fengið hugmyndina að þessu nafni," segir hann. Spuni kemur undan Álfasteini frá Selfossi og Stelpu frá Meðalfelli sem er undan Oddi frá Selfossi og Eydísi frá Meðalfelli. Í einkunn fyrir geðslag á Landsmótinu fékk hann 9,5 og 9,0 fyrir tölt og brokk, auk þess að hafa fengið 10 fyrir skeið. Auk Spuna eru fleiri hestar fjölskyldunnar á mótinu en vart hægt að búast við viðlíka árangri. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og Seðlabankastjóri, er stoltur eigandi hæst dæmda stóðhests í heimi, Spuna frá Vesturkoti. Hesturinn keppir á Landsmóti hestamanna sem nú stendur yfir á Vindheimamelum. Spuni fékk 10 í einkunn fyrir skeið í forskoðun 5 vetra stóðhesta og er aðaleinkunn hans eftir skoðunina 8,87 sem er heimsmet. Finnur er að vonum ánægður með þennan frábæra árangur. „Þetta er enginn spuni," segir hann glaðbeittur í morgunsárið. Heldur stutt er síðan Finnur byrjaði í hestamennskunni, um 2005, og hefur gengið vonum framar. Hann er nú, ásamt fjölskyldu sinni, kominn með eigin ræktun. „Þetta er fyrsti hesturinn okkar," segir Finnur um Spuna sem er enn ungur að árum. „Hann er bara krakki," tekur Finnur til orða en þar sem hesturinn er aðeins 5 vetra á hann sannarlega framtíðina fyrir sér.Spuni í eigu Finns vekur verðskuldaða athygli á LandsmótinuMynd úr safniSpurður hvort hann hafi átt von á slíkum gæðingi í upphafi ræktunar segir Finnur: „Það er aldrei hægt að segja til um það. Enda vorum við kannski ekkert að velta því fyrir okkur. Við vorum bara að hugsa um að rækta góðan hest," segir hann. Það er óhætt að fullyrða að virði Spuna hafi margfaldast yfir nóttu með þessum glæsilegu dómum, en þetta er fyrsta keppnin sem hann tekur þátt í. Finnur veltir slíku þó lítið fyrir sér. „Ég hef ekki hugmynd um það. Enda skiptir það mig engu máli. Þú metur ekki virði barnanna þinna," segir hann. Nafnið Spuni er heldur óhefðbundið. Spurður hvort hann hafi nefnd hestinn sjálfur segir Finnur að fjölskyldan hafi gert það saman. „Þó minnir mig að dóttir mín hafi fengið hugmyndina að þessu nafni," segir hann. Spuni kemur undan Álfasteini frá Selfossi og Stelpu frá Meðalfelli sem er undan Oddi frá Selfossi og Eydísi frá Meðalfelli. Í einkunn fyrir geðslag á Landsmótinu fékk hann 9,5 og 9,0 fyrir tölt og brokk, auk þess að hafa fengið 10 fyrir skeið. Auk Spuna eru fleiri hestar fjölskyldunnar á mótinu en vart hægt að búast við viðlíka árangri.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira