Aðeins einn í heimakennslu hér á landi 29. júní 2011 12:07 MYND/GETTY Afar lítill áhugi virðist vera á heimakennslu á Íslandi, en aðeins einn nemandi hefur notið heimakennslu eftir að ný lög um grunnskóla tóku gildi árið 2008. Í lögum um grunnskóla er foreldrum gefinn kostur á að sækja um undanþágu frá almennri skólaskyldu og kenna börnum sínum heima. Það er viðkomandi sveitarfélag sem veitir undanþáguna, enda grunnskólar á forræði sveitarfélaga, en margvísleg skilyrði eru fyrir heimild til heimakennslu. Til dæmis þurfa foreldrarnir að semja námskrá heimakennslunnar, leggja fram gögn um menntun þess sem annast heimakennsluna, en viðkomandi þarf að vera með kennslurétindi auk þess sem ákveðið eftirlit er haft með kennslunni og framvindu námsins. Síðan þetta fyrirkomulag var tekið upp árið 2008 hefur menntamálaráðuneytinu aðeins borist ein tilkynning um að heimakennsla sé til staðar í grunsnkólum, en hún tók til eins grunnskólanemanda á skólaárinu 2008 til 2009. Til samanburðar naut um ein og hálf milljón nemenda, eða tæp þrjú prósent, heimakennslu í Bandaríkjunum, samkvæmt síðustu tölum, en þar er mun meiri hefð fyrir heimakennslu en hér. Áður en nýju grunnskólalögin tóku gildi var það menntamálaráðuneytið, en ekki sveitarfélögin, sem veitti heimild til heimakennslu. Það var fyrst gert árið 2004 vegna fjögurra barna. Heimildin var síðan endurnýjuð í kjölfar úttektar á verkefninu til loka skólaárs 2007 til 2008, og tók þá til tveggja barna. Einni formlegri umsókn var hafnað þar sem skilyrði um kennaramenntun var ekki uppfyllt af umsækjendum. Ráðuneytinu bárust á þessum tíma nokkrar fyrirspurnir um heimakennslu sem ekki leiddu til formlegra umsókna. Í svari menntamálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu er þó tekið fram að undir heimakennslu falla ekki ýmis önnur úrræði gagnvart einstökum nemendum með sérþarfi, t.d. vegna sjúkrakennslu eða einkakennslu nemenda sem vísað hefur verið úr skóla tímabundið. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Afar lítill áhugi virðist vera á heimakennslu á Íslandi, en aðeins einn nemandi hefur notið heimakennslu eftir að ný lög um grunnskóla tóku gildi árið 2008. Í lögum um grunnskóla er foreldrum gefinn kostur á að sækja um undanþágu frá almennri skólaskyldu og kenna börnum sínum heima. Það er viðkomandi sveitarfélag sem veitir undanþáguna, enda grunnskólar á forræði sveitarfélaga, en margvísleg skilyrði eru fyrir heimild til heimakennslu. Til dæmis þurfa foreldrarnir að semja námskrá heimakennslunnar, leggja fram gögn um menntun þess sem annast heimakennsluna, en viðkomandi þarf að vera með kennslurétindi auk þess sem ákveðið eftirlit er haft með kennslunni og framvindu námsins. Síðan þetta fyrirkomulag var tekið upp árið 2008 hefur menntamálaráðuneytinu aðeins borist ein tilkynning um að heimakennsla sé til staðar í grunsnkólum, en hún tók til eins grunnskólanemanda á skólaárinu 2008 til 2009. Til samanburðar naut um ein og hálf milljón nemenda, eða tæp þrjú prósent, heimakennslu í Bandaríkjunum, samkvæmt síðustu tölum, en þar er mun meiri hefð fyrir heimakennslu en hér. Áður en nýju grunnskólalögin tóku gildi var það menntamálaráðuneytið, en ekki sveitarfélögin, sem veitti heimild til heimakennslu. Það var fyrst gert árið 2004 vegna fjögurra barna. Heimildin var síðan endurnýjuð í kjölfar úttektar á verkefninu til loka skólaárs 2007 til 2008, og tók þá til tveggja barna. Einni formlegri umsókn var hafnað þar sem skilyrði um kennaramenntun var ekki uppfyllt af umsækjendum. Ráðuneytinu bárust á þessum tíma nokkrar fyrirspurnir um heimakennslu sem ekki leiddu til formlegra umsókna. Í svari menntamálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu er þó tekið fram að undir heimakennslu falla ekki ýmis önnur úrræði gagnvart einstökum nemendum með sérþarfi, t.d. vegna sjúkrakennslu eða einkakennslu nemenda sem vísað hefur verið úr skóla tímabundið.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira