Ólafur Helgi ekki íhugað að segja af sér 29. júní 2011 18:08 Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður og lögreglustjóri á Selfossi. Mynd/Einar Ólason Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segist ekki hafa íhugað að segja af sér embætti eftir að Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir meintum barnaníðingi í Vestmannaeyjum. Hann segist fagna úrskurðinum og að með honum hafi verið gengið lengra í skilgreiningunni á hugtakinu „almannahagsmunir“ en áður hefur verið gert. Ólafur Helgi segir í tilkynningu á vef lögreglunnar að við flutning gæsluvarðhaldskröfunnar í héraðsdómi hafi settur saksóknari, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, í málinu lýst því sem mistökum Ólafs Helga að hafa ekki gert kröfu um gæslu yfir meintum geranda. Meintur barnaníðingur í Vestmannaeyjum gekk laus í um það bil eitt ár eftir að myndir sem hann tók af fórnarlambi sínu komust í hendur lögreglu. Hann er grunaður um að hafa níðst á fórnarlambi sínu, átta ára stjúpdóttur sinni, svo mánuðum skipti. Maðurinn var ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrr en síðastliðinn laugardag og eins og fyrr segir staðfesti Hæstiréttur úrskurðinn í dag.Samskipti á milli embættana þegar málið kom inn á borð lögreglu Lögreglustjórinn segir að þegar saksóknari fór fram á að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald síðastliðinn laugardag hafi hann lýst því yfir að það hafi verið mistök af hálfu lögreglustjórans að hafa ekki gert kröfu um gæslu yfir meintum geranda þegar málið kom inn á borð til hans. „Þetta gerir saksóknarinn vitandi vits að óformleg samskipti höfðu farið fram milli embættanna (lögreglustjórans á Selfossi og ríkissaksóknara, innsk.blm.) um mögulega gæsluvarðhaldskröfu bæði við upphaf máls, þegar upplýsingar um myndefnið lágu fyrir og við ábendingar barnaverndarnefndar Vestmanneyja í mars s.l.," segir lögreglustjórinn á vefnum. Þar kemur fram að það hafi verið samdóma álit að ekki skyldi krefjast gæsluvarðhalds yfir manninum en ábyrgðin liggi hinsvegar hjá lögreglustjóranum.Dóttir yfirmanns kynferðisbrotadeildar saksóknari Ólafur Helgi hefur ekki tjáð sig mikið um málið á meðan Hæstiréttur hefur haft það til umfjöllunar en segir á vefnum að einstakir fjölmiðlar og fjölmiðlamenn hafi viðhaft hótanir um að rægja lögreglustjórann vegna þess að þeir hafa ekki fengið allar upplýsingar um málið. „Þeir hafa lagt í þá vinnu að kalla til viðtals „sérfræðinga" til álits og þannig sett yfirmenn annarra lögregluliða í þá stöðu að vitna um rannsókn máls sem þeir hafa ekki aðgang að til að kynna sér," segir á vefnum. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýndi Ólaf Helga í fréttum RÚV í gærkvöldi og sagði að nægir hagsmunir hefðu verið í málinu til að loka brotamanninn inni þegar málið kom inn á borð lögreglustjórans á Selfossi fyrst. Björgvin vinnur ekki hjá ríkissaksóknara og hefur því ekki aðgang að gögnum embættisins. Dóttir Björgvins er settur saksóknari í málinu, Hulda Elsa Björgvinsdóttir. „Sú ákvörðun að upplýsa ekki um atriði máls á ekki lengur við núna enda efnisatriðum lýst í úrskurði héraðsdóms og Hæstaréttar. Ein af ástæðum þess að ekki var farið fram á gæsluvarðhald á sínum tíma var að sá friður sem væri um þolandann, á meðan málsmeðferð stæði, væri honum meira virði en það ömurlega fjaðrafok sem nú skekur fjölmiðla þar sem sá sem ábyrgur er fyrir rannsókn máls hefur verið gerður að „skúrkinum" í því," segir Ólafur Helgi í tilkynningunni og tekur fram að rannsókn málsins hafi verið umfangsmikil.Ekki íhugað að segja af sér „Hún hefur verið unnin af yfirvegun af reyndum rannsóknarlögreglumönnum lögregluliðanna á Selfossi og í Vestmanneyjum. Ábendingar um reynsluleysi þeirra eru í besta falli settar fram af þekkingarskorti en kynferðisbrot gegn börnum hafa því miður verið algeng verkefni rannsóknardeildarinnar mörg síðastliðin ár. Þannig hefur deildin rannsakað 177 kynferðisbrotamál frá 1. janúar 2007 til dagsins í dag, 40 til 50 mál ár hvert. Þyngsti dómur vegna kynferðisbrots gegn barni á Íslandi, 8 ár, var kveðinn upp eftir rannsókn þess máls hér við embættið,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þegar Vísir náði tali af Ólafi Helga í dag vísaði hann á vef lögreglunnar og sagði að þar stæði allt sem hann hefði að segja um málið. Þegar hann var inntur eftir því hvort að hann hafi íhugað að segja af sér vegna málsins sagði hann: „Spurningin kemur mér á óvart, ég hef ekki íhugað það og ætla ekki að fara klóra ofstækismönnum út í bæ öfugt með því,“ sagði hann.Tilkynninguna frá Ólafi Helga er hægt að lesa í heild sinni á vef lögreglunnar hér. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segist ekki hafa íhugað að segja af sér embætti eftir að Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir meintum barnaníðingi í Vestmannaeyjum. Hann segist fagna úrskurðinum og að með honum hafi verið gengið lengra í skilgreiningunni á hugtakinu „almannahagsmunir“ en áður hefur verið gert. Ólafur Helgi segir í tilkynningu á vef lögreglunnar að við flutning gæsluvarðhaldskröfunnar í héraðsdómi hafi settur saksóknari, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, í málinu lýst því sem mistökum Ólafs Helga að hafa ekki gert kröfu um gæslu yfir meintum geranda. Meintur barnaníðingur í Vestmannaeyjum gekk laus í um það bil eitt ár eftir að myndir sem hann tók af fórnarlambi sínu komust í hendur lögreglu. Hann er grunaður um að hafa níðst á fórnarlambi sínu, átta ára stjúpdóttur sinni, svo mánuðum skipti. Maðurinn var ekki úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrr en síðastliðinn laugardag og eins og fyrr segir staðfesti Hæstiréttur úrskurðinn í dag.Samskipti á milli embættana þegar málið kom inn á borð lögreglu Lögreglustjórinn segir að þegar saksóknari fór fram á að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald síðastliðinn laugardag hafi hann lýst því yfir að það hafi verið mistök af hálfu lögreglustjórans að hafa ekki gert kröfu um gæslu yfir meintum geranda þegar málið kom inn á borð til hans. „Þetta gerir saksóknarinn vitandi vits að óformleg samskipti höfðu farið fram milli embættanna (lögreglustjórans á Selfossi og ríkissaksóknara, innsk.blm.) um mögulega gæsluvarðhaldskröfu bæði við upphaf máls, þegar upplýsingar um myndefnið lágu fyrir og við ábendingar barnaverndarnefndar Vestmanneyja í mars s.l.," segir lögreglustjórinn á vefnum. Þar kemur fram að það hafi verið samdóma álit að ekki skyldi krefjast gæsluvarðhalds yfir manninum en ábyrgðin liggi hinsvegar hjá lögreglustjóranum.Dóttir yfirmanns kynferðisbrotadeildar saksóknari Ólafur Helgi hefur ekki tjáð sig mikið um málið á meðan Hæstiréttur hefur haft það til umfjöllunar en segir á vefnum að einstakir fjölmiðlar og fjölmiðlamenn hafi viðhaft hótanir um að rægja lögreglustjórann vegna þess að þeir hafa ekki fengið allar upplýsingar um málið. „Þeir hafa lagt í þá vinnu að kalla til viðtals „sérfræðinga" til álits og þannig sett yfirmenn annarra lögregluliða í þá stöðu að vitna um rannsókn máls sem þeir hafa ekki aðgang að til að kynna sér," segir á vefnum. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýndi Ólaf Helga í fréttum RÚV í gærkvöldi og sagði að nægir hagsmunir hefðu verið í málinu til að loka brotamanninn inni þegar málið kom inn á borð lögreglustjórans á Selfossi fyrst. Björgvin vinnur ekki hjá ríkissaksóknara og hefur því ekki aðgang að gögnum embættisins. Dóttir Björgvins er settur saksóknari í málinu, Hulda Elsa Björgvinsdóttir. „Sú ákvörðun að upplýsa ekki um atriði máls á ekki lengur við núna enda efnisatriðum lýst í úrskurði héraðsdóms og Hæstaréttar. Ein af ástæðum þess að ekki var farið fram á gæsluvarðhald á sínum tíma var að sá friður sem væri um þolandann, á meðan málsmeðferð stæði, væri honum meira virði en það ömurlega fjaðrafok sem nú skekur fjölmiðla þar sem sá sem ábyrgur er fyrir rannsókn máls hefur verið gerður að „skúrkinum" í því," segir Ólafur Helgi í tilkynningunni og tekur fram að rannsókn málsins hafi verið umfangsmikil.Ekki íhugað að segja af sér „Hún hefur verið unnin af yfirvegun af reyndum rannsóknarlögreglumönnum lögregluliðanna á Selfossi og í Vestmanneyjum. Ábendingar um reynsluleysi þeirra eru í besta falli settar fram af þekkingarskorti en kynferðisbrot gegn börnum hafa því miður verið algeng verkefni rannsóknardeildarinnar mörg síðastliðin ár. Þannig hefur deildin rannsakað 177 kynferðisbrotamál frá 1. janúar 2007 til dagsins í dag, 40 til 50 mál ár hvert. Þyngsti dómur vegna kynferðisbrots gegn barni á Íslandi, 8 ár, var kveðinn upp eftir rannsókn þess máls hér við embættið,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þegar Vísir náði tali af Ólafi Helga í dag vísaði hann á vef lögreglunnar og sagði að þar stæði allt sem hann hefði að segja um málið. Þegar hann var inntur eftir því hvort að hann hafi íhugað að segja af sér vegna málsins sagði hann: „Spurningin kemur mér á óvart, ég hef ekki íhugað það og ætla ekki að fara klóra ofstækismönnum út í bæ öfugt með því,“ sagði hann.Tilkynninguna frá Ólafi Helga er hægt að lesa í heild sinni á vef lögreglunnar hér.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira