Innlent

Atli Gíslason: Úrsögn Ásmundar kemur ekki á óvart

Atli Gíslason skilur sjónarmið Ásmundar.
Atli Gíslason skilur sjónarmið Ásmundar. Mynd / Stefán Karlsson
„Þetta kom mér ekki á óvart. Ég vissi að þetta var í pípunum," segir Atli Gíslason, en hann sagði sig úr þingflokki VG ásamt Lilju Mósesdóttur og Ásmundi Einari Daðasyni í mars síðastliðnum. Ásmundur tilkynnti í dag að hann væri genginn í Framsóknarflokkinn.

„Ég óska honum góðs gengis í nýjum flokki," segir Atli sem segir stöðu sína og Lilju óbreytta. Þau ætla að bíða fram á haust með að ákveða sína pólitísku framtíð.

Atli segist vita til þess að Ásmundur hefði íhugað að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn í nokkrar vikur.

„Og hann var búinn að segja mér frá þessum hugleiðingum," bætir Atli við. Aðspurður hvort hann hafi skilning á rökum Ásmundar, sem hann lætur fylgja með í tilkynningu til fjölmiðla, svarar Atli því til að hann hafi það, miðað áherslur Ásmundar í stjórnmálum hingað til.

Spurður hvort útspil Ásmundar veiki stöðu Atla og Lilju segir Atli að þetta breyti engu hvað þau varðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×