Innlent

Dæmdur fyrir fjölmörg hylmingabrot

Karlmaður var dæmdur í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir þrjátíu hylmingarbrot vegna 25 innbrota. Brotin áttu sér stað á síðastliðnum tveimur árum en meðal annars var stolið úri sem kostaði hálfa milljón króna, en þýfið fannst á heimili mannsins.

Maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, hélt úti nákvæmu bókhaldi yfir hlutina sem var stolið og verð þeirra. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að brotin voru gríðarlega umfangsmikil og vel skipulögð.

Maðurinn, sem var handtekinn í febrúar síðastliðnum, hefur ekki áður gerst brotlegur við lög. Engu að síður þótti ekki ástæða til þess að skilorðsbinda dóminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×