Innlent

Þyrlan á leið til Reykjavíkur

Mynd/Vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni til Reykjavikur með þrjá erlenda hjólreiðamenn sem voru strandaglópar á Fjórðungssandi, vestan við Þjórsá. Ekkert amar að fólkinu en um er að ræða tvo karlmenn og eina konu.

Landhelgisgæslunni barst beiðni frá Neyðarlínunni um aðstoð þyrlu fyrr í dag þar sem svæðið er mjög erfitt yfirferðar, en það tæki björgunarsveitarmenn um sex tíma að komast á staðinn. Þá var óvíst um ástand fólksins

Búist var við að þyrlan lenti í Reykjavík nú um klukkan fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×