Ákæruvaldið skilaði ginflösku sem var gerð upptæk Hafsteinn G. Hauksson skrifar 1. júní 2011 20:41 Bjarni Þór Óskarsson er verjandi Hákonar. Fulltrúi ákæruvaldsins skilaði í dag flösku af gini sem gerð var upptæk í tolli árið 2008 fyrir héraðsdómi Reykjaness. Eigandinn er hæstánægður, en óttast að það sé farið að slá í tónikflöskuna sem hefur staðið óhreyfð síðan þá. Hákon Stefánsson ætlaði með tvær ginflöskur í gegnum tollinn haustið 2008, en þar var önnur þeirra tekin af honum, þar sem reglugerð heimilaði ekki ferðamönnum að fara með meira en einn líter af sterku víni inn í landið. Hákon taldi að reglugerðin stæðist ekki lög þar sem í henni fælist framsal á skattlagningarvaldi, en reglugerðin var raunar lögfest í desember það ár. Hákon vildi því láta reyna á málið fyrir dómstólum; neitaði sátt í málinu og var að lokum ákærður fyrir ólögmætan innflutning á áfengi. Málið hefur síðan verið fyrir dómstólum, en það tók óvænta stefnu í morgun þegar aðalmeðferð málsins átti að halda áfram og ákæruvaldið skilaði flöskunni. „Málið var tekið fyrir hjá dómara, og eins og hafði verið boðað felldi ákæruvaldið málið niður þar og þá,“ segir Bjarni Þór Óskarsson, verjandi mannsins. „Dómari ákvað þóknun verjandans, og eftir þinghaldið afhenti fulltrúi ákæruvaldsins ginflöskuna sem hafði verið haldlögð,“ segir Bjarni og bætir við að þetta sé vissulega óvenjulegt, en ákæruvaldið hafi líklegast ekki talið sig hafa sterkt mál í höndunum. Málskostnaðurinn var ákveðinn 690.000 krónur, svo leitun er að dýrari ginflösku í heiminum, þó Hákon hafi verið ánægður með málalokin. „Hún var náttúrulega hræbilleg fyrir mig, því ég keypti hana í fríhöfninni,“ segir Hákon. „Hún var samt ansi dýr fyrir ríkið, sem þurfti að borga 690.000 kall til míns lögmanns. Þó ég viti að stjórnvöld hafi verið dugleg við að hækka áfengisgjöld, þá efast ég um að verðið á ginflöskunni nái þessum hæðum alveg strax.“ Hann er staddur erlendis, en lögmaður hans hafði samband í dag. Hann segir sigurinn sætan, og spurður hvort sigurbragð yrði af gininu góða þegar hann fengi loks að smakka það svarar Hákon: „Það verður örugglega mjög ljúft, en það er sennilega farið að slá aðeins í tónikið. Tónikflaskan er búin að bíða á borðinu frá haustinu 2008, svo ég þarf að huga að því.“ Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Sjá meira
Fulltrúi ákæruvaldsins skilaði í dag flösku af gini sem gerð var upptæk í tolli árið 2008 fyrir héraðsdómi Reykjaness. Eigandinn er hæstánægður, en óttast að það sé farið að slá í tónikflöskuna sem hefur staðið óhreyfð síðan þá. Hákon Stefánsson ætlaði með tvær ginflöskur í gegnum tollinn haustið 2008, en þar var önnur þeirra tekin af honum, þar sem reglugerð heimilaði ekki ferðamönnum að fara með meira en einn líter af sterku víni inn í landið. Hákon taldi að reglugerðin stæðist ekki lög þar sem í henni fælist framsal á skattlagningarvaldi, en reglugerðin var raunar lögfest í desember það ár. Hákon vildi því láta reyna á málið fyrir dómstólum; neitaði sátt í málinu og var að lokum ákærður fyrir ólögmætan innflutning á áfengi. Málið hefur síðan verið fyrir dómstólum, en það tók óvænta stefnu í morgun þegar aðalmeðferð málsins átti að halda áfram og ákæruvaldið skilaði flöskunni. „Málið var tekið fyrir hjá dómara, og eins og hafði verið boðað felldi ákæruvaldið málið niður þar og þá,“ segir Bjarni Þór Óskarsson, verjandi mannsins. „Dómari ákvað þóknun verjandans, og eftir þinghaldið afhenti fulltrúi ákæruvaldsins ginflöskuna sem hafði verið haldlögð,“ segir Bjarni og bætir við að þetta sé vissulega óvenjulegt, en ákæruvaldið hafi líklegast ekki talið sig hafa sterkt mál í höndunum. Málskostnaðurinn var ákveðinn 690.000 krónur, svo leitun er að dýrari ginflösku í heiminum, þó Hákon hafi verið ánægður með málalokin. „Hún var náttúrulega hræbilleg fyrir mig, því ég keypti hana í fríhöfninni,“ segir Hákon. „Hún var samt ansi dýr fyrir ríkið, sem þurfti að borga 690.000 kall til míns lögmanns. Þó ég viti að stjórnvöld hafi verið dugleg við að hækka áfengisgjöld, þá efast ég um að verðið á ginflöskunni nái þessum hæðum alveg strax.“ Hann er staddur erlendis, en lögmaður hans hafði samband í dag. Hann segir sigurinn sætan, og spurður hvort sigurbragð yrði af gininu góða þegar hann fengi loks að smakka það svarar Hákon: „Það verður örugglega mjög ljúft, en það er sennilega farið að slá aðeins í tónikið. Tónikflaskan er búin að bíða á borðinu frá haustinu 2008, svo ég þarf að huga að því.“
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Sjá meira