Innlent

Tveir unglingar á mótorhjólum teknir af lögreglu

Tveir réttindalausir unglingspiltar á mótorhjólum voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Sá fyrri var tekinn á Breiðholtsbraut og reiddi hann jafnöldru sína á hjólinu. Bæði voru auk þess hjálmlaus og ökumaðurinn aðeins 15 ára.

Hinn var stöðvaður í Kópavogi á öðrum tímanum í nótt, þar sem lögreglumenn sáu að farþegi á hjólinu var hjálmlaus. Hann reyndi að stinga lögreglu af og ók meðal annars eftir gangstígum, en svo ók hann inn í lokaða botlangagötu og króaðist af. Hann var 16 ára og að sögn lögreglu var hann bæði hortugur og ósamvinnuþýður.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×