Fótunum kippt undan sjávarútveginum 3. júní 2011 18:43 Kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar er vanhugsað og kippir fótunum undan sjávarútvegi að mati sjálfstæðismanna. Sjávarútvegsáðherra segir frumvarpið festa í sessi eignarétt þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni. Ekki náðist samkomulag um þinglok á fundi þingflokksformanna í dag vegna ágreinings um sjávarútvegsmál. Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hóf umræðu um seinna kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun. Frumvarpið, sem er stundum kallað stóra kvótafrumvarpið, er umdeilt enda felur það í sér grundvallar breytingar á stjórn fiskveiða. Veiðigjald hækkar úr 9,5% í 19%. Varanlegt framsal aflaheimilda verður bannað sem og veðsetning aflaheimildar fiskips. Stækka á svokallaða byggða, strandveiði og leigu potta sem verða notaðir til að úthluta veiðiheimildum. „Breytingin er sú að hér er verið að færa, að gera það með óhyggjandi að kveða á um það í lögum að meint eignarhald á fiskveiðiauðlindinni verði með afdráttarlausum hætti flutt í höndum þjóðarinnar og ráðstöfun af hálfu ríkisins," sagði Jón. Sjálfstæðismenn gagnrýndu frumvarpið harkalega. „Hvaða réttlæti er í því að þeir sem hafa á grundvelli gildandi laga keypt til sín heimildir þurfi núna í stórfelldum mæli að sæta skerðingum til þess að ráðherran geti fengið heimildir til að ráðstafa veiðiheimildum eftir eigin höfði?" spurði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýndi að ekki lægi fyrir mat á efnahagslegum áhrifum frumvarpsins. „Að detta til hugar að leggja fram frumvarp þar sem menn hafa ekki hugmynd hvaða afleiðingar það hefur. Ég tala nú ekki um á þessum tímapunkti í sögu þjóðarinnar þar sem við erum að glíma við ákveðna erfiðleika. Kippa fótunum undan atvinnugreininni og segja síðan að hann ætli að kanna það seinna hvaða áhrif það hefur einhverntíman seinna." Ráðherra benti á að frumvarpið tæki fyrst gildi á þarnæsta fiskveiðiári og því væri nægur tími til stefnu fyrir stjórnvöld og útgerðina til að meta áhrif frumvarpsins. „Ég tek alveg undir með háttvirtum þingmanni að það er mjög mikilvægt að þessi hagfræðilega úttekt komi sem fyrst inn í þessa vinnu og á það legg ég áherslu," sagði Jón. Stefnt er að því að ljúka fyrstu umræðu um frumvarpið áður en þingmenn fara í sumarfrí í lok næstu viku og ekki er útilokað að það taki breytingum í sumar. Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar er vanhugsað og kippir fótunum undan sjávarútvegi að mati sjálfstæðismanna. Sjávarútvegsáðherra segir frumvarpið festa í sessi eignarétt þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni. Ekki náðist samkomulag um þinglok á fundi þingflokksformanna í dag vegna ágreinings um sjávarútvegsmál. Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hóf umræðu um seinna kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun. Frumvarpið, sem er stundum kallað stóra kvótafrumvarpið, er umdeilt enda felur það í sér grundvallar breytingar á stjórn fiskveiða. Veiðigjald hækkar úr 9,5% í 19%. Varanlegt framsal aflaheimilda verður bannað sem og veðsetning aflaheimildar fiskips. Stækka á svokallaða byggða, strandveiði og leigu potta sem verða notaðir til að úthluta veiðiheimildum. „Breytingin er sú að hér er verið að færa, að gera það með óhyggjandi að kveða á um það í lögum að meint eignarhald á fiskveiðiauðlindinni verði með afdráttarlausum hætti flutt í höndum þjóðarinnar og ráðstöfun af hálfu ríkisins," sagði Jón. Sjálfstæðismenn gagnrýndu frumvarpið harkalega. „Hvaða réttlæti er í því að þeir sem hafa á grundvelli gildandi laga keypt til sín heimildir þurfi núna í stórfelldum mæli að sæta skerðingum til þess að ráðherran geti fengið heimildir til að ráðstafa veiðiheimildum eftir eigin höfði?" spurði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokks, gagnrýndi að ekki lægi fyrir mat á efnahagslegum áhrifum frumvarpsins. „Að detta til hugar að leggja fram frumvarp þar sem menn hafa ekki hugmynd hvaða afleiðingar það hefur. Ég tala nú ekki um á þessum tímapunkti í sögu þjóðarinnar þar sem við erum að glíma við ákveðna erfiðleika. Kippa fótunum undan atvinnugreininni og segja síðan að hann ætli að kanna það seinna hvaða áhrif það hefur einhverntíman seinna." Ráðherra benti á að frumvarpið tæki fyrst gildi á þarnæsta fiskveiðiári og því væri nægur tími til stefnu fyrir stjórnvöld og útgerðina til að meta áhrif frumvarpsins. „Ég tek alveg undir með háttvirtum þingmanni að það er mjög mikilvægt að þessi hagfræðilega úttekt komi sem fyrst inn í þessa vinnu og á það legg ég áherslu," sagði Jón. Stefnt er að því að ljúka fyrstu umræðu um frumvarpið áður en þingmenn fara í sumarfrí í lok næstu viku og ekki er útilokað að það taki breytingum í sumar.
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði