Innlent

Khat-málið: Íri áfram í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag að írskur ríkisborgari skuli sæta áfram gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að innflutningi á tæpum sextíu kílóum af fíkniefinu Khat hingað til lands.

Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 17. maí, ásamt þremur öðrum mönnum. Fjórir karlmenn voru handteknir á gistiheimili í Reykjavík grunaðir um aðild að innflutninginum þann 16. maí síðastliðinn.

Fíkniefnin fundust við tollskoðun þegar senda átti þau úr landi til Kanada og Bandaríkjanna. Talið er að þeim hafi verið pakkað inn hér en ekki hafi verið ætlunin að koma þeim á markað á Íslandi, sem þó virðist hafa verið einhverskonar viðkomustaður á leið með fíkniefnin frá Evrópu og vestur um haf.

Eftir fyrrnefnda tollskoðun hófst frekari eftirgrennslan sem leiddi til þess að íslensk tollyfirvöld sendu beiðni til Frakklands og óskuðu eftir því að ákveðin sending frá Íslandi yrði kyrrsett þar ytra.

Við því var orðið en sendingin innihélt sama efni, þ.e. khat, en um ámóta magn var að ræða og hér var haldlagt. Ekki er ósennilegt að málin tengist.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.