Erlent

Tveimur nýjum frumefnum bætt við Lotukerfið

Ákveðið hefur verið að bæta tveimur nýjum frumefnum við Lotukerfið og verða þau þá orðin 114 talsins.Það eru tvö helstu alþjóðasamtök efnafræðinga og stofnana á sviði efnafræði sem hafa tekið ákvörðunina um að bæta þessum nýju frumefnum í Lotukerfið sem einnig er stundum kallað frumefnataflan. Málið hefur verið til rannsóknar og yfirvegunar undanfarin þrjú ár.Samkvæmt frétt um málið í BBC eru bæði þessi nýju efni mjög geislavirk og líftími þeirra er innan við sekúnda áður en þau brotna niður í léttari frumeindir.Nýju frumefnin hafa enn ekki hlotið formlegt heiti en til bráðabirgða eru þau kölluð ununquadium og ununhexium. Efnin fundist í samstarfi Kjarnorkurannsóknastofnunarinnar í Dubna í Rússlandi og Lawrence Livermore rannsóknarstofunnar í Kaliforníu.Fram kemur í frétt BBC að rannsóknarstofur hafa sótt um að þrjú ný frumefni í viðbót verði viðurkennd og sett í Lotukerfið.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.