Erlent

Gervitennurnar björguðu brasilískum bareiganda

Aldraður Brasilíumaður getur þakkað gervitönnunum sínum fyrir að vera enn á lífi. Maðurinn sem rekur bar í borginni Alta Floresta, var skotinn í andlitið af stuttu færi af grímuklæddum manni sem hugðist ræna barinn. Kúlan lenti hinsvegar á forláta gervitiönnum mannsins og breytti um stefnu.

Læknar segja nær víst að kúlan hafi verið á leið í heila mannsins og að hún hefði drepið hann samstundis. Í stað þess stöðvaðist hún í hálsi mannsins og er verið að undirbúa aðgerð til að fjarlægja hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×