Innlent

Dæmdur fyrir dónaleg smáskilaboð til konu sem hann þekkti nær ekkert

Fertugur karlmaður á Akureyri var dæmdur í morgun fyrir að særa blygðunarkennd konu sem hann þekkti nær ekkert með því að senda henni 22 smáskilaboð frá október 2010 til mars 2011.

Skilaboðin voru misklúr en þóttu ekki fela í sér kynferðislega áreitni í lagalegum skilningi.  Að öðru leyti er um svo ítrekaðar orðsendingar yfir alllangt skeið, með misjafnlega afdráttarlausu kynferðislegu orðbragði, til konu sem maðurinn þekkti ekkert.

Maðurinn hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Með brotum sínum þykir einsýnt að hann hafi valdið konunni ítrekuðu ónæði. Maðurinn játaði brot sín skýlaust og sýndi iðrun samkvæmt niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra.

Maðurinn var því dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi en fullnustu refsingarinnar er frestað og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dómsins haldi maðurinn almennt skilorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×