Iðnaðarráðherra gat engu svarað 30. maí 2011 18:49 Katrín Júlíusdóttir. Mynd/Anton Brink Iðnaðarráðherra gat engu svarað um það á Alþingi í dag hvað liði áformum um uppbyggingu orkufreks iðnaðar í Þingeyjarsýslum. Stjórnarandstöðuþingmaður var rekinn úr ræðustól þegar hann reyndi að fá skýrari svör en ráðherrann sagði að engar fréttir væru góðar fréttir. Iðnaðarráðherra gat engu svarað um það á Alþingi í dag hvað liði áformum um uppbyggingu orkufreks iðnaðar í Þingeyjarsýslum. Stjórnarandstöðuþingmaður var rekinn úr ræðustól þegar hann reyndi að fá skýrari svör en ráðherrann sagði að engar fréttir væru góðar fréttir. Tuttugu mánuðir eru liðnir frá því núverandi ríkisstjórn hafnaði að framlengja viljayfirlýsingu við Alcoa um álver á Bakka, einkum í því skyni að kanna aðra kosti. Iðnaðarráðherra hefur síðan ítrekað sagt Þingeyingum að fara að búa sig undir stórfellda atvinnuuppbyggingu. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, minnti ráðherrann á þessi orð á Alþingi í dag og sagði ekkert hafa heyrst um þessa stórfelldu atvinnuuppbyggingu. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði að á næstu dögum yrði undirrituð ný viljayfirlýsing við sveitarfélögin fyrir norðan um frekari greiningu á innviðum samfélagsins og Landsvirkjun ætlaði að setja aukinn kraft í jarðhitarannsóknir í sumar og en hafði engar fréttir af iðnaðaruppbyggingu. Hún sagði að þingmaðurinn ætti ekki að taka því sem vondum fréttum að heyra engar fréttir því yfirleitt væri reglan sú að engar fréttir væru góðar fréttir. Höskuldur sagði að engar fréttir af þessari ríkisstjórn væru vissulega yfirleitt góðar fréttir en sagði að þetta verkefnið þarfnaðist ekki enn einnar viljayfirlýsingarinnar. Það þyrfti að að fara að gera eitthvað. Ráðherra sakaði þingmanninn um að tala málið niður þegar raunveruleikinn væri sá að mjög stórar framkvæmdir væru framundan á svæðinu og Landsvirkjun áformaði 50 milljarða fjárfestingar í fyrsta áfanga fyrir árið 2014. En nefndi þó ekki hvaða iðnaðaruppbygging ætti að kaupa orkuna. Höskuldur vildi skýrari svör, kvaðst hafa fengið yfir sig fúkyrðaflaum, og reyndi að óska eftir því í umræðum um störf þingsins að forseti Alþingis beitti sér fyrir því að ráðherra svaraði. Þingforsetinn, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, svaraði þingmanninum engu en sló þess í stað sem ákafast í bjöllu þingsins og rak þingmanninn að lokum úr ræðustól og frestaði fundi. "Það er ótrúleg skömm að fundarstjórn forseta hér," sagði Höskuldur um leið og hann yfirgaf ræðustólinn. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Iðnaðarráðherra gat engu svarað um það á Alþingi í dag hvað liði áformum um uppbyggingu orkufreks iðnaðar í Þingeyjarsýslum. Stjórnarandstöðuþingmaður var rekinn úr ræðustól þegar hann reyndi að fá skýrari svör en ráðherrann sagði að engar fréttir væru góðar fréttir. Iðnaðarráðherra gat engu svarað um það á Alþingi í dag hvað liði áformum um uppbyggingu orkufreks iðnaðar í Þingeyjarsýslum. Stjórnarandstöðuþingmaður var rekinn úr ræðustól þegar hann reyndi að fá skýrari svör en ráðherrann sagði að engar fréttir væru góðar fréttir. Tuttugu mánuðir eru liðnir frá því núverandi ríkisstjórn hafnaði að framlengja viljayfirlýsingu við Alcoa um álver á Bakka, einkum í því skyni að kanna aðra kosti. Iðnaðarráðherra hefur síðan ítrekað sagt Þingeyingum að fara að búa sig undir stórfellda atvinnuuppbyggingu. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, minnti ráðherrann á þessi orð á Alþingi í dag og sagði ekkert hafa heyrst um þessa stórfelldu atvinnuuppbyggingu. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði að á næstu dögum yrði undirrituð ný viljayfirlýsing við sveitarfélögin fyrir norðan um frekari greiningu á innviðum samfélagsins og Landsvirkjun ætlaði að setja aukinn kraft í jarðhitarannsóknir í sumar og en hafði engar fréttir af iðnaðaruppbyggingu. Hún sagði að þingmaðurinn ætti ekki að taka því sem vondum fréttum að heyra engar fréttir því yfirleitt væri reglan sú að engar fréttir væru góðar fréttir. Höskuldur sagði að engar fréttir af þessari ríkisstjórn væru vissulega yfirleitt góðar fréttir en sagði að þetta verkefnið þarfnaðist ekki enn einnar viljayfirlýsingarinnar. Það þyrfti að að fara að gera eitthvað. Ráðherra sakaði þingmanninn um að tala málið niður þegar raunveruleikinn væri sá að mjög stórar framkvæmdir væru framundan á svæðinu og Landsvirkjun áformaði 50 milljarða fjárfestingar í fyrsta áfanga fyrir árið 2014. En nefndi þó ekki hvaða iðnaðaruppbygging ætti að kaupa orkuna. Höskuldur vildi skýrari svör, kvaðst hafa fengið yfir sig fúkyrðaflaum, og reyndi að óska eftir því í umræðum um störf þingsins að forseti Alþingis beitti sér fyrir því að ráðherra svaraði. Þingforsetinn, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, svaraði þingmanninum engu en sló þess í stað sem ákafast í bjöllu þingsins og rak þingmanninn að lokum úr ræðustól og frestaði fundi. "Það er ótrúleg skömm að fundarstjórn forseta hér," sagði Höskuldur um leið og hann yfirgaf ræðustólinn.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira