Erlent

Kim Jong-Il notar svifnökkva

Kim Jong-Il er sagður vera mikill áhugamaður um Hollywood kvikmyndir.
Kim Jong-Il er sagður vera mikill áhugamaður um Hollywood kvikmyndir. Mynd/afp
Svo virðist sem Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, sé farinn að hugsa fyrir utan kassann þegar það kemur að hernaði en hann hefur nú hafið byggingu herstöðvar skammt undan strönd Suður-Kóreu. Herstöðin mun hýsa 60 svifnökkva sem verða notaðir í ýmsum hernaðaraðgerðum. Kim settist við stjórnvölinn hjá Norður-Kóreska hernum árið 1991, þrátt fyrir reynsluskort, og varð svo leiðtogi ríkisins í kjölfar dauða föður síns, Kim Il-Sung árið 1994. Hann er sagður vera mikill áhugamaður um Hollywood kvikmyndir, og á að eiga um 20 þúsund slíkar í safni sínu auk þess sem sagt er að hann hafi tekið sig til og skrifað bók um efnið. James Bond hefur sést þeytast um á svifnökkva í kvikmyndunum Moonraker og Die Another Day og því mætti jafnvel spyrja hvort Kim hafi fengið hugmyndina þaðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×