Innlent

Flugumferðarstjórar semja

Flugumferðarstjórar undirrituðu nýjan kjarasamning við viðsemjendur sína hjá Ríkissáttasemjara undir morgun og á samningurinn að gilda til fimm ára. Flugumferðarstjórar hafa jafnframt aflýst boðuðum aðgerðum, sem áttu að þrýsta á samningagerð. Ekki liggur fyrir hvað felst í samningnum.

Þá var gengið frá samningi Samiðnaðarmanna hjá Reykjavíkurborg og Kjalar,-stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu við ríkið, hjá Ríkissáttasemjara á tólfta tímanum í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×