Kópavogsbær uppfyllir skyldur gagnvart blindum 20. maí 2011 14:32 Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála hefur kveðið upp þann úrskurð að sú ferðaþjónusta sem Kópavogsbær veitir lögblindum einstaklingum í bænum samræmist lögum um málefni fatlaðra. Í tilkynningu frá bænum segir að Blindrafélagið hafi haldið því fram að bærinn veiti ekki þá ferðaþjónustu sem lög kveði á um en að bæjaryfirvöld hafi ávallt vísað því á bug og bent á að þjónustan væri jafnvel betri en lög geri ráð fyrir. „Nú hefur fyrrgreind úrskurðarnefnd staðfest að bærinn uppfyllir sínar lagalegu skyldur í þessum efnum.“ „Upphaf þessa máls má rekja til þess að stjórn Blindrafélagsins óskaði eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um að bærinn tæki þátt í leigubílakostnaði lögblindra í bænum. Því erindi var hins vegar hafnað á þeim forsendum að með því væri verið að veita lögblindum ferðaþjónustu umfram annað fólk með fötlun,“ segir einnig. Bæjaryfirvöld bentu jafnframt á að ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk væri sértæk almenn þjónusta og að lögblindir gætu nýtt sér sérútbúna bíla ferðaþjónustunnar til að sækja vinnu, skóla eða hæfingu. „Í Kópavogi gætu þeir sem nýttu sér ferðaþjónustuna fengið allt að 68 ferðir á mánuði og að kvöldferðir mætti panta samdægurs.“ „Málið fór hins vegar fyrir úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála eftir að bærinn synjaði kröfu sautján ára drengs um niðurgreidda leigubílaþjónustu. Hann taldi að bærinn bryti með því ákvæði laga um málefni fatlaðra en á það féllst nefndin ekki, eins og áður sagði. „Verður ekki á það fallist að sú þjónusta sem [Kópavogsbær] hefur boðið fram brjóti gegn fyrrgreindum reglum laganna," segir í úrskurðinum.“ Samkvæmt lögunum er markmið ferðaþjónustu fatlaðs fólks að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki vegna fötlunar kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála hefur kveðið upp þann úrskurð að sú ferðaþjónusta sem Kópavogsbær veitir lögblindum einstaklingum í bænum samræmist lögum um málefni fatlaðra. Í tilkynningu frá bænum segir að Blindrafélagið hafi haldið því fram að bærinn veiti ekki þá ferðaþjónustu sem lög kveði á um en að bæjaryfirvöld hafi ávallt vísað því á bug og bent á að þjónustan væri jafnvel betri en lög geri ráð fyrir. „Nú hefur fyrrgreind úrskurðarnefnd staðfest að bærinn uppfyllir sínar lagalegu skyldur í þessum efnum.“ „Upphaf þessa máls má rekja til þess að stjórn Blindrafélagsins óskaði eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um að bærinn tæki þátt í leigubílakostnaði lögblindra í bænum. Því erindi var hins vegar hafnað á þeim forsendum að með því væri verið að veita lögblindum ferðaþjónustu umfram annað fólk með fötlun,“ segir einnig. Bæjaryfirvöld bentu jafnframt á að ferðaþjónusta fyrir fatlað fólk væri sértæk almenn þjónusta og að lögblindir gætu nýtt sér sérútbúna bíla ferðaþjónustunnar til að sækja vinnu, skóla eða hæfingu. „Í Kópavogi gætu þeir sem nýttu sér ferðaþjónustuna fengið allt að 68 ferðir á mánuði og að kvöldferðir mætti panta samdægurs.“ „Málið fór hins vegar fyrir úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála eftir að bærinn synjaði kröfu sautján ára drengs um niðurgreidda leigubílaþjónustu. Hann taldi að bærinn bryti með því ákvæði laga um málefni fatlaðra en á það féllst nefndin ekki, eins og áður sagði. „Verður ekki á það fallist að sú þjónusta sem [Kópavogsbær] hefur boðið fram brjóti gegn fyrrgreindum reglum laganna," segir í úrskurðinum.“ Samkvæmt lögunum er markmið ferðaþjónustu fatlaðs fólks að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki vegna fötlunar kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira