Erlent

Sleppt í kvöld

Dominique Strauss-Kahn, fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Dominique Strauss-Kahn, fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Dominique Strauss-Kahn, fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verður að öllum líkindum látinn laus úr haldi í kvöld. Hann er sakaður um að hafa reynt að nauðga herbergisþernu á hóteli í New York og að hafa þvingað hana til munnmaka.

Dómari í New York hefur úrskurðað að hann skuli dvelja í húsi á Manhattan-eyju þar til réttað verður yfir honum. Hann mun bera staðsetningartæki og þá verður íbúð hans vöktuð með öryggismyndavélum.

Strauss-Kahn hefur dvalið í fjóra sólarhringa í hinu alræmda fangelsi á Rikers-eyju. Til þess að fá að dvelja í húsinu, með staðsetningarbúnaðinn og öryggismyndavélunum, þarf hann að punga út 115 milljónum króna í tryggingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×