Erlent

Skotar fella niður flug vegna ösku

Óli Tynes skrifar
Twin Otter frá Loganair.
Twin Otter frá Loganair.


Skoska flugfélagið Loganair hefur fellt niður 36 áætlunarferðir á morgun að sögn Sky fréttastofunnar. Gert er ráð fyrir að öskuskýið frá Grímsvötnum komi yfir Skotland og Írland í fyrramálið. Loganair flýgur innanlandsflug á litlum flugvélum. Þeirra stærstu vélar eru Saab 340 sem taka 34 farþega.

Önnur flugfélög á Bretlandseyjum eru í viðbragðsstöðu og ætla að sjá hvað gerist með öskuna áður en þau ákveða viðbrögð sín. Ekki er búist við að komi til annarra eins tafa og urðu í gosinu í Eyjafjallajökli fyrir ári.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×