Innlent

Keflavíkurflugvöllur gæti lokast aftur í kvöld

Boði Logason skrifar
Keflavíkurflugvöllur
Keflavíkurflugvöllur
Það ræðst klukkan sex í dag hvort að loka þurfi Keflavíkurflugvelli aftur í kvöld. Flugvellinum var lokað í gærmorgun en opnaði svo aftur í gærkvöldi.Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að sá möguleiki sé enn í kortunum að flugvellinum verði lokað en það sé ekki vitað og ekki hægt að staðfesta það fyrr en ný öskuspá kemur klukkan sex. Það er þó ekki ný aska sem gæti valdið lokuninni heldur gömul. En eldgosið í Grímsvötnum er í rénun, segja vísindamenn.Farþegar eru hvattir til að fylgjast með á textavarpinu og á vefsíðum flugfélaga.Flugfélagið Ryanair hefur aflýst öllum flugferðum frá Skotlandi í dag vegna öskunnar úr Grímsvötnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.