Öfl í samfélaginu með hnífana á lofti ÞÞ/SB skrifar 25. maí 2011 20:30 Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kvíðir ekki dómi sögunnar vegna afstöðu sinnar í Icesave málinu. Einu mistökin hafi kannski verið þau að hann hafi verið of varkár og ábyrgur í málinu. Hann segir að ákveðin öfl í samfélaginu með hnífana á lofti og tiltekur þar Hádegismóa. „Ég er ekki feiminn við það að þessi ár verði gerð upp og líka Icesave kaflinn í þeim og hef góða samvisku. En mér finnst það ansi kaldranalegt og koma úr hörðustu átt þegar að stjórnmálamenn eða stjórnmálaöfl eða aðilar í samfélaginu sem bera alla ábyrgð á tilurð þessa máls og leyfðu því að verða að þessari ófreskju sem það varð ráðast svo á okkur hin sem hafa ekkert gert allan tíman en að reyna að leysa það," segir Steingrímur J. Sigfússon í ítarlegu viðtali í Íslandi í dag um Icesave málið. Steingrímur segir það kannski hafa verið mistök hve varfærin og ábyrg stjórnvöld voru í yfirlýsingum sínum um Icesave málið. „Það létti ekki róðurinn pólitískt. En sannfæring margra sem þekktu málið vel, þar á meðal mín, var alltaf sú að það væru yfirgnæfandi líkur á því að við myndum sleppa betur frá þessu en á horfðist í fyrstu eins og er núna að koma á daginn. Og er þá ekki í björtu vorinu hægt að gleðjast yfir því eða vilja menn halda áfram með hnífana á lofti. Auðvitað eru öfl hér í samfélaginu sem langar í bakið á mér. Ég veit vel um það og þau hafa ekki sparað sig undanfarnar vikur og mánuði." Hvaða öfl eru það? „Já, við getum nefnt Hádegismóana. Það væri gaman að telja leiðarana og staksteinapistlana sem hafa ekkert verið annað en níð og rógur um mig og ríkisstjórnina upp á svo til hvern einasta dag." Hefnd vegna laganna um Seðlabankann? „Það ætla ég ekki að segja. Þetta er bara veruleiki og staðreyndir og menn hafa gert út á þetta mál langt umfram allt velsæmi, langt umfram allt velsæmi." Viðtalið við Steingrím má sjá í heild sinni hér að ofan. Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kvíðir ekki dómi sögunnar vegna afstöðu sinnar í Icesave málinu. Einu mistökin hafi kannski verið þau að hann hafi verið of varkár og ábyrgur í málinu. Hann segir að ákveðin öfl í samfélaginu með hnífana á lofti og tiltekur þar Hádegismóa. „Ég er ekki feiminn við það að þessi ár verði gerð upp og líka Icesave kaflinn í þeim og hef góða samvisku. En mér finnst það ansi kaldranalegt og koma úr hörðustu átt þegar að stjórnmálamenn eða stjórnmálaöfl eða aðilar í samfélaginu sem bera alla ábyrgð á tilurð þessa máls og leyfðu því að verða að þessari ófreskju sem það varð ráðast svo á okkur hin sem hafa ekkert gert allan tíman en að reyna að leysa það," segir Steingrímur J. Sigfússon í ítarlegu viðtali í Íslandi í dag um Icesave málið. Steingrímur segir það kannski hafa verið mistök hve varfærin og ábyrg stjórnvöld voru í yfirlýsingum sínum um Icesave málið. „Það létti ekki róðurinn pólitískt. En sannfæring margra sem þekktu málið vel, þar á meðal mín, var alltaf sú að það væru yfirgnæfandi líkur á því að við myndum sleppa betur frá þessu en á horfðist í fyrstu eins og er núna að koma á daginn. Og er þá ekki í björtu vorinu hægt að gleðjast yfir því eða vilja menn halda áfram með hnífana á lofti. Auðvitað eru öfl hér í samfélaginu sem langar í bakið á mér. Ég veit vel um það og þau hafa ekki sparað sig undanfarnar vikur og mánuði." Hvaða öfl eru það? „Já, við getum nefnt Hádegismóana. Það væri gaman að telja leiðarana og staksteinapistlana sem hafa ekkert verið annað en níð og rógur um mig og ríkisstjórnina upp á svo til hvern einasta dag." Hefnd vegna laganna um Seðlabankann? „Það ætla ég ekki að segja. Þetta er bara veruleiki og staðreyndir og menn hafa gert út á þetta mál langt umfram allt velsæmi, langt umfram allt velsæmi." Viðtalið við Steingrím má sjá í heild sinni hér að ofan.
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Sjá meira