Fótbolti

Maradona fær ekki Forlan - Atletico hafnaði tilboði Al Wasl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Maradona.
Diego Maradona. Mynd/Nordic Photos/Getty
Diego Maradona, nýr þjálfari Al Wasl liðsins frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, fær ekki Úrúgvæmanninn Diego Forlan til sín en spænska félagið Atletico Madrid hafnaði öllum tilboðum í framherjann.

Al Wasl vildi fá Forlan á láni í eitt ár en auk þess að ráða Maradona þá er félagið að reyna að fá til sín heimsþekkta leikmenn. Al Wasl hefur ekki unnið meistaratitilinn síðan 2007 og það er undir Maradona komið að breyta því.

Forráðmenn Al Wasl sögðu að Atletico hafi hafnað fjölda tilboða í Forlan og bættu því við að spænska félagið hafi ítrekað hækkað verðmiðann á Forlan sem á endanum gerði það ómögulegt fyrir Al Wasl að ná samningum við Spánverjana.

Maradona verður þjálfari Al Wasl liðsins næstu tvö árin en þetta er fyrsta starfið hans síðan að hann hætti með argentínska landsliðið eftir HM í Suður-Afríku síðasta sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×